Eru „heilsuvörur“ raunverulega hollar?

Birna G. Ásbjörnsdóttir | 13. nóvember 2023

Eru „heilsuvörur“ raunverulega hollar?

Á undanförnum árum hefur neysla barna og ungmenna á orkudrykkjum og öðrum matvælum með gervisætu aukist verulega. Birna G. Ásbjörnsdóttir, rannsakandi við Háskóla Íslands og gestarannsakandi við Harvard Medical School, frumkvöðull og stofnandi Jörth, hefur áhyggjur af stöðunni og bendir á að slík neysla geti mögulega haft neikvæð heilsufarsleg áhrif. 

Eru „heilsuvörur“ raunverulega hollar?

Birna G. Ásbjörnsdóttir | 13. nóvember 2023

Melt­ing­ar­veg­ur­inn og þarma­flór­an hafa verið þunga­miðjan í mennt­un Birnu G. …
Melt­ing­ar­veg­ur­inn og þarma­flór­an hafa verið þunga­miðjan í mennt­un Birnu G. Ásbjörnsdóttur og rann­sókn­um hér­lend­is og er­lend­is í tæpa tvo ára­tugi. Samsett mynd

Á undanförnum árum hefur neysla barna og ungmenna á orkudrykkjum og öðrum matvælum með gervisætu aukist verulega. Birna G. Ásbjörnsdóttir, rannsakandi við Háskóla Íslands og gestarannsakandi við Harvard Medical School, frumkvöðull og stofnandi Jörth, hefur áhyggjur af stöðunni og bendir á að slík neysla geti mögulega haft neikvæð heilsufarsleg áhrif. 

Á undanförnum árum hefur neysla barna og ungmenna á orkudrykkjum og öðrum matvælum með gervisætu aukist verulega. Birna G. Ásbjörnsdóttir, rannsakandi við Háskóla Íslands og gestarannsakandi við Harvard Medical School, frumkvöðull og stofnandi Jörth, hefur áhyggjur af stöðunni og bendir á að slík neysla geti mögulega haft neikvæð heilsufarsleg áhrif. 

„Neysla á ýmiskonar drykkjum sem margir innihalda aukaefni hefur aukist, en aukaefni eins og gervisæta eða viðbætt koffín geta mögulega haft neikvæð áhrif á heilsu okkar,“ segir Birna.

Framboð af „sykurskertum“ og „sykurlausum“ matvælum sem oft eru markaðssett sem „heilsuvörur“ hefur sjaldan verið meira, en í slíkar matvörur er gervisæta notuð. „Þrátt fyrir að gervisæta innihaldi færri hitaeiningar en til dæmis borðsykur getur hún haft áhrif á líkamsþyngd og jafnvel aukið líkur á sykursýki II. Gervisæta getur einnig haft áhrif á insúlínviðbragð líkamans, meðal annars með því að riðla samsetningu þarmaflórunnar. Rannsóknir hafa einnig sýnt að dagleg neysla á drykkjum sem innihalda gervisætu getur aukið líkur á hjarta- og æðasjúkdómum,“ útskýrir Birna. 

Nýverið birti Birna pistil á Smartlandi þar sem fjallað var um áhrif orkudrykkja á þarmaflóruna, en þar benti hún á rannsókn sem sýndi aukna áhættu á einhverfu hjá drengjum sem áttu mæður sem neytti drykkja með sætuefni á meðgöngunni.

„Það þarf klárlega að rannsaka langvarandi áhrif gervisætu á heilsu betur. Því er mikilvægt að gæta hófsemi við neyslu matvæla sem innihalda gervisætu og það á sérstaklega við um viðkvæma hópa eins og börn og unglinga,“ bætir hún við. 

Unnar vörur komi oft í stað næringarríkari fæðu

Birna segir aukaefni eða E-efni gjarnan vera notuð í matvöru í litlu magni og hafa hvorki áhrif á útlit né bragð matvörunnar. „Þrátt fyrir að aukaefni eigi að vera skaðlaus hafa rannsóknir sýnt að þau geti haft neikvæð áhrif á heilsu. Áhrifin geta verið mismunandi eftir einstaklingum, aldurshópum og því magni sem er neytt. Áhrif aukaefna á heilsu ungmenna almennt geta verið háð mörgum þáttum, þar á meðal genaþáttum, lífsstíl, næringarástandi og heilbrigði meltingarvegar,“ útskýrir hún. 

Aðspurð segir Birna það ekki vera óalgengt að unnar vörur komi í stað næringarríkari fæðu í mataræði einstaklinga, en hún segir það geta haft mismunandi áhrif á heilsu og að áhrifin séu háð því hversu mikil slík neysla er og hvaða vörur verði helst fyrir valinu. 

Markaðsetning getur haft veruleg áhrif

Birna segir markaðssetningu heilsuvara geta haft mikil áhrif á ungmenni, ekki síst þegar íþróttafólk eða fyrirmyndir í samfélaginu eru notaðar í auglýsingum eða á samfélagsmiðlum.

„Rannsóknir hafa sýnt að markaðssetning og auglýsingar hafa áhrif á fæðuval barna, kauphegðun og almennar matarvenjur. Rannsóknir hafa einnig sýnt að markaðssetning er tengd aukinni líkamsþyngd og offitu hjá börnum,“ segir hún.

„Það er mikilvægt að ítreka að íþróttamenn eða fyrirmyndir sem taka þátt í að auglýsa vörur geta haft sérstaklega sterk áhrif þar sem börn og unglingar sem sjá fyrirmyndir sínar styðja vöru eru alla jafna líklegir kaupendur. Áhrifin af markaðssetningu á samfélagsmiðlum geta verið mjög sterk þar sem ungmenni eyða miklum tíma á slíkum miðlum og eru því mjög útsett fyrir slíkum áhrifum,“ bætir hún við. 

Ýmsar leiðir í boði

Spurð hvað sé hægt að gera til að sporna við aukinni neyslu barna og ungmenna á orkudrykkjum og öðrum mikið unnum matvælum segir Birna margar leiðir vera til sem foreldrar, skólar, íþróttafélög og stjórnvöld geti farið. 

„Foreldrar eru bæði fyrirmyndir og kennarar barna sinna. Börnin tileinka sér gjarnan það sem foreldrar þeirra gera. Það er því í valdi foreldra að sýna gott fordæmi ásamt því að upplýsa barn um áhrif og skaðsemi ýmissa aukaefna í matvælum og drykkjum.

Skólar geta boðið upp á fræðsluefni fyrir nemendur bæði varðandi hollustu og óhollustu, að kenna nemendum að greina þarna á milli. Fæðuframboð í skólum þarf að vera fjölbreytt og næringarríkt og laust við mikið unnar matvörur og drykki.

Íþróttafélög geta skipulagt sérstakar æfingar eða viðburði til að styðja við heilsu og velferð. Þau geta einnig boðið upp á sérstök námskeið eða fræðsluefni og ættu auðvitað ekki að auglýsa gosdrykki eða orkudrykki svo dæmi séu nefnd. Íþróttafólk og íþróttafélög eru meðal sterkustu fyrirmynda ungs fólk og sérstaklega mikilvægt að þau marki sér skýra stefnu í þessum málum.

Stjórnvöld gætu lagt meiri áherslu á stefnu í þágu betri heilsu og velferðar ungmenna og í raun almennings. Það má vel gera betur varðandi forvarnir, en fjármagn sem sett er í forvarnir skilar sér margfalt ef við horfum fram á veginn,“ segir hún.

Gott jafnvægi númer eitt, tvö og þrjú

Þegar kemur að heilbrigðu mataræði segir Birna mikilvægt að huga að góðu jafnvægi milli fæðutegunda og mælir með því að fólk forðist ofneyslu af einhverjum tilteknum fæðutegundum eða efnum. Þá segir hún það einstaklingsbundið hvaða matvörur séu „heilsusamlegar“.

„Heilbrigður lífsstíll, sem felst í hollri og fjölbreyttu fæðu, reglulegri hreyfingu, nægjanlegum svefni og að lágmarka streitu, er það sem stuðlar fyrst of fremst að góðri líkamlegri og andlegri heilsu,“ segir hún. 

„Ávextir, grænmeti og gróft korn, baunir, hnetur og fræ innihalda t.d. náttúrulegar sykrur sem eru hollari en viðbættur sykur og margfalt betri fyrir heilsuna. Þessar fæðutegundir eru einnig ríkar af trefjum, vítamínum og steinefnum og í sumum tilfellum fitu. Hins vegar er viðbættur sykur, ýmis aukaefni svo sem gervisæta algeng viðbót í unninni fæðu sem inniheldur iðulega minna af mikilvægum næringarefnum og trefjum,“ útskýrir Birna.

Birna segir að almennt séð sé hollt að borða fjölbreytta fæðu sem er að mestu leyti samsett úr grænmeti, ávöxtum, heilkorni, baunum, hnetum og fræjum, fiski, óunnum kjötvörum, hollri fitu eins og grænni ólífuolíu. „Ef við leggjum áherslu á fjölbreytt og hollt fæði er ekkert sem mælir á móti því að við fáum okkur stundum ís eða sætindi og njótum þess þá ríkulega,“ segir hún að lokum. 

mbl.is