Miklar skemmdir má sjá víða um Grindavík eftir þær hamfarir sem hafa gengið yfir bæinn í kjölfar jarðskjálfa og þess að sigdalur myndaðist þar.
Miklar skemmdir má sjá víða um Grindavík eftir þær hamfarir sem hafa gengið yfir bæinn í kjölfar jarðskjálfa og þess að sigdalur myndaðist þar.
Miklar skemmdir má sjá víða um Grindavík eftir þær hamfarir sem hafa gengið yfir bæinn í kjölfar jarðskjálfa og þess að sigdalur myndaðist þar.
Sprunga gengur í gegnum stóran hluta bæjarins og er fer meðal annars í gegnum veginn við íþróttamiðstöðina. Þá má sjá heitavatnslögn sem hefur farið í sundur í misgenginu og hvernig rýkur upp úr því.
Gangstéttir hafa gliðnað í sundur í bænum.
Talið er að kvikugangurinn sé um 15 km langur og að kvikan liggi á um 800 metra dýpi þar sem hún er grynnst.
Upphaflega var íbúum gert að fara í fylgd með björgunarsveitum, en þegar leið á daginn var ákveðið að fólk gæti farið inn á eigin bílum.
Hins vegar voru öryggispóstar víða um bæinn þar sem björgunarsveitarfólk var staðsett sem ýtti á eftir fólki. Hafði fólki verið gert grein fyrir að aðeins væri ætlast til þess að það væri í 5-7 mínútur á heimili sínu.
Almannavarnir fyrirskipuðu rýmingu í Grindavík á föstudag.
Fólki var þá gert að ganga frá húsum sínum, loka gluggum, aftengja rafmagnstæki og muna eftir viðlagakassanum. Þá skyldu þeir líma skal miða á áberandi stað sem gæfi til kynna að húsið hafi verið yfirgefið.
Skilaboðin eru sums staðar einföld: „Farin“.