Á hverju ári fyllast hinar ýmsu borgir í Evrópu af töfrandi jólamörkuðum sem ættu að geta komið öllum í alvöru jólaskap. Margir þeirra bjóða upp á fallegt handverk til sölu, titrandi jólaljós, tónleika og nóg af hátíðlegum mat og drykk.
Á hverju ári fyllast hinar ýmsu borgir í Evrópu af töfrandi jólamörkuðum sem ættu að geta komið öllum í alvöru jólaskap. Margir þeirra bjóða upp á fallegt handverk til sölu, titrandi jólaljós, tónleika og nóg af hátíðlegum mat og drykk.
Á hverju ári fyllast hinar ýmsu borgir í Evrópu af töfrandi jólamörkuðum sem ættu að geta komið öllum í alvöru jólaskap. Margir þeirra bjóða upp á fallegt handverk til sölu, titrandi jólaljós, tónleika og nóg af hátíðlegum mat og drykk.
Nýverið tók ferðavefur Condé Nast Traveller saman bestu jólamarkaðina í Evrópu í ár.
Á markaðinum finnur þú allt sem boðið er upp á á klassískum þýskum jólamörkuðum – nóg af jólaglöggi, fallegu handverki og titrandi jólaljósum. Það eru hins vegar sýningarnar og skemmtunin sem boðið er upp á á þessum markaði sem lætur hann standa upp úr, allt frá jólatónleikum og leikritum yfir í sýningar fyrir börnin.
Tívolígarðurinn í Kaupmannahöfn er skreyttur með meira en 500 þúsund ævintýralegum jólaljósum fyrir hátíðirnar sem ættu að geta komið hverjum sem er í sannkallað jólaskap. Í tívolíinu er hægt að skella sér í tæki, horfa á sýningar í Glass Hall-leikhúsinu, skella sér á tónleika og gæða sér á jólalegu góðgæti að hætti Danans.
Yfir hátíðirnar breytist ráðhústorgið í Tallin í ævintýralegt jólaþorp með litlum sölubásum, jólaljósum og jólasveinum. Hápunkturinn er þó án efa glæsilegt jólatré sem hefur verið sett upp fyrir framan ráðhúsið frá árinu 1441.
Berlín fyllist af sjarmerandi jólamörkuðum yfir hátíðirnar og því úr mörgu að velja. Hins vegar hefur lítill markaður með skandinavísku yfirbragði vakið sérstaka athygli, en hann er staðsettur í gömlum brugghúsagarði í Prenzlauer Berg. Þar er meira að segja boðið upp á íslenskt jólaglögg!
Ár hvert er glæsilegur jólamarkaður settur upp á Szent István-torgi í Búdapest með 160 sölubásum, skautasvelli og alvöru jólastemningu. Markaðurinn var nýverið valinn sá besti í Evrópu á European Best Destinations.