Strætó gert að greiða tæpar 200 milljónir

Strætó | 17. nóvember 2023

Strætó gert að greiða tæpar 200 milljónir

Strætó bs. hefur verið gert að greiða hópbifreiðarfélaginu Teiti Jónas­syni ehf. tæpar 194 miljónir króna í skaðabæt­ur vegna útboðs árið 2009, þar sem inn­kaupa­skrif­stofa hafnaði til­boði fyr­ir­tæk­is­ins í akst­ur fyr­ir Strætó.

Strætó gert að greiða tæpar 200 milljónir

Strætó | 17. nóvember 2023

Þetta staðfesti Landsréttur í dag. Mynd úr safni.
Þetta staðfesti Landsréttur í dag. Mynd úr safni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Strætó bs. hefur verið gert að greiða hópbifreiðarfélaginu Teiti Jónas­syni ehf. tæpar 194 miljónir króna í skaðabæt­ur vegna útboðs árið 2009, þar sem inn­kaupa­skrif­stofa hafnaði til­boði fyr­ir­tæk­is­ins í akst­ur fyr­ir Strætó.

Strætó bs. hefur verið gert að greiða hópbifreiðarfélaginu Teiti Jónas­syni ehf. tæpar 194 miljónir króna í skaðabæt­ur vegna útboðs árið 2009, þar sem inn­kaupa­skrif­stofa hafnaði til­boði fyr­ir­tæk­is­ins í akst­ur fyr­ir Strætó.

For­saga máls­ins er sú að ­árið 2009 birti Strætó útboðslýs­ingu vegna akstur strætisvagna en þar kom fram að það næði til akst­urs al­menn­ings­vagna á þrettán leiðum á höfuðborg­ar­svæðinu. Var sjö fyr­ir­tækj­um boðið að taka þátt í útboðinu í sam­ræmi við und­an­gengið for­val og var hópbifreiðarfélagið Teit­ur Jónas­son þeirra á meðal.

Strætó ákvað að taka til­boði Haga­vagna hf. ann­ars veg­ar og til­boði Kynn­is­ferða ehf. hins veg­ar en síðar kom í ljós að vagn­ar Haga­vagna upp­fylltu ekki körf­ur for­vals- og útboðsgagna og af­henti Strætó því fyr­ir­tæk­inu vagna svo það gæti staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar.

Úr 205 milljónum niður í 194 milljónir

Teit­ur Jón­as­son höfðaði þá mál gegn Strætó og var kom­ist að þeirri niður­stöðu að fyr­ir­tækið hefði brotið gegn meg­in­reglu við um­rætt útboð. Var því viður­kennd­ur rétt­ur Teits Jón­as­son­ar til skaðabóta úr hendi Strætó vegna missis hagnaðar sem hann hefði notið ef til­boði hans hefði ekki verið hafnað.

Þá var Strætó gert að greiða rúmar 205 milljónir króna. Strætó krafðist sýknu fyr­ir héraðsdómi en þeirri kröfu var hafnað. Því var málinu skotið til Landsréttar sem staðfesti í dag niðurstöðu héraðsdóms um greiðslu skaðabóta til að því undanskildu að upphafstíma dráttarvaxtakröfu var breytt auk þess sem fjárhæð kröfu Teits Jónassonar var lækkuð.

Í dómsorðum Landsréttar segir að Strætó greiði því Teiti Jónassyni  193.918.137 krónur í skaðabætur með vöxtum og 1.500.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti.

Allra­handa GL ehf., sem einnig tók þátt í útboðinu, krafði Strætó um 530 millj­óna króna í skaðabæt­ur, en héraðsdóm­ur mat tjónið á 100 millj­ón­ir og staðfesti Hæstirétt­ur þá niður­stöðu, árið 2017.

mbl.is