Leyfðu Stoð að styðja þig!

Kynning | 18. nóvember 2023

Leyfðu Stoð að styðja þig!

Stoð er rótgróið þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði sem sérhæfir sig í sölu og framleiðslu á ýmsum stoð- og hjálpartækjum. Hjá Stoð starfar fjöldi faglærðra sérfræðinga og innan starfseminnar er rík áhersla lögð á þverfaglega samvinnu við að finna bestu og hentugustu lausnirnar fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina.

Leyfðu Stoð að styðja þig!

Kynning | 18. nóvember 2023

Ásthildur Gunnarsdóttir og Eygló Hallgrímsdóttir hjá Stoð, Draghálsi 14-16.
Ásthildur Gunnarsdóttir og Eygló Hallgrímsdóttir hjá Stoð, Draghálsi 14-16. mbl.is/Arnþór Birkisson

Stoð er rótgróið þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði sem sérhæfir sig í sölu og framleiðslu á ýmsum stoð- og hjálpartækjum. Hjá Stoð starfar fjöldi faglærðra sérfræðinga og innan starfseminnar er rík áhersla lögð á þverfaglega samvinnu við að finna bestu og hentugustu lausnirnar fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina.

Stoð er rótgróið þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði sem sérhæfir sig í sölu og framleiðslu á ýmsum stoð- og hjálpartækjum. Hjá Stoð starfar fjöldi faglærðra sérfræðinga og innan starfseminnar er rík áhersla lögð á þverfaglega samvinnu við að finna bestu og hentugustu lausnirnar fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina.

Hjá Stoð er að finna fjölbreytt úrval af þrýstifatnaði sem fyrirbyggjandi meðferð á bláæðavandamálum, blóðtöppum, vökvasöfnun og bjúg á borð við fitu- og sogæðabjúg. 

„Þrýstimeðferðir eru í raun hentugar fyrir allan líkamann og eru sérstaklega góðar til að meðhöndla sogæðabjúg og æðahnúta en ekki síður fitubjúg,“ segir Eygló Hallgrímsdóttir, verslunarstjóri og söluráðgjafi þrýstingsmeðferða hjá Stoð.

„Það ættu í raun allir að nota þrýstingsvörur því slíkar vörur gera bara gott. Aukin vitund fólks um fitubjúg er af hinu góða því það er svo auðvelt að laga slíkt og líða betur,“ segir Eygló og bendir á lítið hafi verið talað um fitubjúg þar til fyrir tveimur árum. 

Þrýstingsvörurnar sem fást hjá Stoð koma frá þýska framleiðandanum Medi …
Þrýstingsvörurnar sem fást hjá Stoð koma frá þýska framleiðandanum Medi sem er leiðandi á heimsvísu í þrýstingsmeðferðum og fatnaði. mbl.is/Arnþór Birkisson

Fitubjúgur en ekki vefjagigt

Eygló hefur víðtæka sérþekkingu á þrýstingsfatnaði við bláæða- og bjúgvanda og segir mikilvægt að tilfellin fái skjóta meðhöndlun til að forðast stigvöxt á vandamálinu.

„Fitubjúgur leggst gjarnan á konur vegna hormónabreytinga og er oft mjög sársaukafullur. Hann er oftast bundinn við fætur eða upphandleggi og getur valdið mikilli aflögun á þessum svæðum. Fitubjúgur getur líka framkallað marbletti án áreynslu og oft er hann ranglega greindur sem vefjagigt,“ útskýrir hún og segir það miður hversu lítil þekking er á fitubjúg innan heilbrigðiskerfisins hér á landi og takmarkaðar forsendur á úrræðum. 

Þrýstingsfatnaður hefur sýnt fram á góða raun hjá þeim sem …
Þrýstingsfatnaður hefur sýnt fram á góða raun hjá þeim sem glíma við bjúg- og bláæðavanda. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Það hefur enginn hér á landi leyfi eða þekkingu til að framkvæma fitusog í læknisfræðilegum tilgangi en ekki til fegrunar. Allar þessar aðgerðir eru framkvæmdar erlendis og sjúklingar þurfa að greiða fyrir þær úr eigin vasa,“ segir hún.

„Þrýstingsvörur veita aðhald og stuðning um húðina sem hjálpar þá æðakerfinu við að pumpa blóðinu aftur upp í æðaþrepin og lokar þeim, svo blóðið falli ekki aftur til baka og fari að mynda bólgur, bjúg eða mikla vökvasöfnun sem gjarnan valda verkjum og óþægindum. Slík vandamál geta líka undið upp á sig og orðið að stærri vanda ef ekki er gripið inn í.“

Eygló bendir á að þrýstingssokkar séu ekki lækning við fitubjúg heldur meðferð og meðhöndlun á þeim vanda sem steðjar að. „Þrýstingssokkar gera ástandið mun betra og hjálpa til við að halda formi á útlimum sem eru þjáðir.“

Hjá Stoð er að finna fjölbreytt úrval af stoð- og …
Hjá Stoð er að finna fjölbreytt úrval af stoð- og hjálpartækjalausnum af ýmsu tagi. mbl.is/Arnþór Birkisson

Mikill ávinningur og aukin lífsgæði

Þrýstingssokkarnir koma frá þýska vörumerkinu Medi sem er leiðandi á heimsvísu í þrýstingsmeðferðum og fatnaði. Sokkarnir eru fáanlegir í nokkrum þrýstingsflokkum og geta dregið verulega úr þreytu og bjúg á fótleggjum. Einnig býður Stoð upp á sérsaumaðan þrýstingsfatnað enda geta tilfellin verið jafn misjöfn og þau eru mörg.

„Við eigum til staðlaðar lausnir en svo er líka hægt að sérsauma. Það er svo flatsaumurinn sem er hentugastur fyrir tilfelli fitubjúgs eða alvarlegan æðavanda,“ segir Eygló sem framkvæmir mælingar á viðskiptavinum sem þjást af bjúg- og bláæðavanda.

„Í verstu tilfellunum sem við sjáum er aflögun á fótum orðin mjög mikil og þá þarf að leita til bæklunarstoðtækja eins og bæklunarskó og annað. Það getur tekið mjög á sálarlífið hjá okkar viðskiptavinum,“ segir hún en þrýstingsmeðferðir hafa sýnt fram á mikinn ávinning og aukin lífsgæði þeirra sem fá slíka meðhöndlun.

„Með þrýstingssokkunum er hægt að létta á eymslunum og hjálpa til við að halda þessum vanda í skefjum.“

Medi framleiðir einnig þrýstingssokka fyrir hlaup, göngur, skíði og almenna …
Medi framleiðir einnig þrýstingssokka fyrir hlaup, göngur, skíði og almenna hreyfingu undir vörumerkinu CEP. Þrýstingssokkarnir búa yfir mörgum eiginleikum og létta m.a. á verkjum og eymslum og hraða endurheimt. mbl.is/Arnþór Birkisson

Lækka verð og skora á Sjúkratryggingar

Í maí á þessu ári ákváðu Sjúkratryggingar Íslands að hætta greiðsluþátttöku á þrýstingsfatnaði fyrir þá sem glíma við fitubjúg. Fram að því gátu viðskiptavinir fengið beiðni frá heimilislækni fyrir þrýstingsmeðferð hjá Stoð.  

„Skyndilega hættu Sjúkratryggingar að samþykkja beiðnir um þrýstingsfatnað vegna fitubjúgs. Við höfum verið að fá til okkar konur sem hafa stuðst bæði við þrýstingssokkabuxur og -ermar sem fá allt í einu ekki meðferðartækin sín niðurgreidd eins og áður. Þetta getur verið mjög kostnaðarsamur fatnaður og ekki á allra færi að kaupa slíkt þó svo að þetta sé mörgum nauðsynlegt,“ segir Ásthildur Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Stoðar, og gagnrýnir ákvörðun Sjúkratrygginga.

„Við ætlum að bregðast við og lækka verð hjá okkur tímabundið á flatsaumsflíkum og þrýsta þar með á Sjúkratryggingar og heilbrigðisráðuneytið að endurskoða þessa ákvörðun og gera viðeigandi breytingar á regluverkinu hið fyrsta. Í núverandi reglugerð hjá þeim er fitubjúgur ekki viðurkenndur sjúkdómur. Það þykir okkur ekki góð þróun,“ segir Ásthildur. „Þó er von til þess að breytingar verði í framtíðinni þar sem stýrihópur um málefnið hefur verið settur á laggirnar.“

Stoð leggur ríka áherslu á framúrskarandi þjónustu, mælingar og ráðgjöf.
Stoð leggur ríka áherslu á framúrskarandi þjónustu, mælingar og ráðgjöf. mbl.is/Arnþór Birkisson

Alhliða lausnir á einum stað

„Okkar hlutverk er að vera stoð og stytta þeirra sem þurfa á stuðningi að halda. Við þjónustum fólk sem er að fást við fjölþættan vanda, allt frá göngugreiningum, framleiða og sérsníða innlegg, veita ráðgjöf og úrræði við kæfisvefni, seljum stóma- og þvagleggjavörur, hjólastóla, göngugrindur, gervibrjóst og þrýstings- og eftiraðgerðarfatnað svo eitthvað sé nefnt,“ lýsir Ásthildur og segir Stoð bjóða upp á alhliða stoð- og hjálpartækjalausnir á einum og sama staðnum.

„Við hjá Stoð kappkostum að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi og persónulega þjónustu með fagmennsku og sérþekkingu að vopni ásamt vönduðu vöruúrvali. Þú færð lausnina hjá okkur.“

Smelltu hér til að bóka tíma í mælingu vegna þrýstingsmeðferða

 

mbl.is