Katrín prinsessa af Wales er komin í jólagírinn. Hún leit að minnsta kosti út eins og fallegur jólapakki þegar hún og breska konungfjölskyldan tóku á móti forseta Suður-Kóreu í London í vikunni.
Katrín prinsessa af Wales er komin í jólagírinn. Hún leit að minnsta kosti út eins og fallegur jólapakki þegar hún og breska konungfjölskyldan tóku á móti forseta Suður-Kóreu í London í vikunni.
Katrín prinsessa af Wales er komin í jólagírinn. Hún leit að minnsta kosti út eins og fallegur jólapakki þegar hún og breska konungfjölskyldan tóku á móti forseta Suður-Kóreu í London í vikunni.
Katrín var í nýrri herðaslá frá Catherine Walker & Co. en það er eitt af hennar uppáhaldsmerkjum. Við fyrstu sýn virtist yfirhöfnin vera með stórri slaufu en svo er ekki.
Fallega stóra slaufan er hluti af kjólnum sem Katrín var í undir yfirhöfninni. Kjóllinn er einnig frá Catherine Walker & Co. Katrín klæddist kjólnum fyrst í kringum jólahátíðina fyrir tveimur árum. Það þarf ekki alltaf að kaupa ný föt frá toppi til táar til þess að gjörbreyta útlitinu.
Segja má að Katrín hafi stolið senunni í heimsókninni. Camilla drottning var til að mynda í dökkblárri kápu og með hatt í stíl og fór töluvert minna fyrir henni.