Ítölsk rúmföt og lúxus dúnsængur

Kynning | 22. nóvember 2023

Ítölsk rúmföt og lúxus dúnsængur

Rúmföt.is er eina sérverslun landsins sem sérhæfir sig í sölu á hágæða rúmfötum. Einnig eru lúxus dúnsængur og koddar fáanlegar í versluninni sem og sérlega vönduð handklæði frá öllum heimshornum. 

Ítölsk rúmföt og lúxus dúnsængur

Kynning | 22. nóvember 2023

Hildur Þórðardóttir, verslunarstjóri hjá Rúmföt.is.
Hildur Þórðardóttir, verslunarstjóri hjá Rúmföt.is. Samsett mynd

Rúmföt.is er eina sérverslun landsins sem sérhæfir sig í sölu á hágæða rúmfötum. Einnig eru lúxus dúnsængur og koddar fáanlegar í versluninni sem og sérlega vönduð handklæði frá öllum heimshornum. 

Rúmföt.is er eina sérverslun landsins sem sérhæfir sig í sölu á hágæða rúmfötum. Einnig eru lúxus dúnsængur og koddar fáanlegar í versluninni sem og sérlega vönduð handklæði frá öllum heimshornum. 

„Ég held ég geti nánast fullyrt það að við erum með flottari og betri rúmföt en aðrar verslanir sem selja rúmföt á Íslandi. Við erum sérverslun með sængurföt á meðan aðrar verslanir eru að selja rúmföt í bland við aðrar vörur,“ segir Björn Þór Heiðdal, eigandi Rúmföt.is.

„Við kaupum allt beint frá verksmiðjum og erum þar af leiðandi ekki í samskiptum við einhverja heildsala eða annars konar milliliði. Þannig náum við að halda verðinu niðri og getum boðið fólki upp á vöru sem annars væri ekki seld á Íslandi,“ segir hann.

Einstaklega fallegur ítalskur 700 þráða rúmfatnaður úr silkidamaski fæst í …
Einstaklega fallegur ítalskur 700 þráða rúmfatnaður úr silkidamaski fæst í Rúmföt.is. Ljósmynd/Aðsend

Farsæl fimm ár 

Verslunin fagnaði fimm ára afmæli í síðasta mánuði en segja má að verslunin sé arftaki Fatabúðarinnar sem margir muna eftir og áttu góð viðskipti við. Upphaf verslunarinnar Rúmföt.is má þó rekja til rúmfatadellu Björns sem seldi rúm- og sængurfatnað í afgreiðslunni hjá þvottahúsinu A. Smith áður en hann lét til skarar skríða og opnaði Rúmföt.is.

„Hugmyndin að búðinni kviknaði þar. Ég var farinn að taka eftir því að rúmfötin sem fólk var að koma með í þvottahúsið voru ekki lengur hágæða damaskrúmföt eða dýrindis bómullarsatín heldur eitthvað allt annað. Þetta fór í taugarnar á mér svo ég bara ákvað að opna alvöru rúmfatabúð sem seldi aðeins hágæða rúmföt úr langþráða bómull.“

Rúmföt.is er eina sérverslun landsins sem sérhæfir sig í hágæða …
Rúmföt.is er eina sérverslun landsins sem sérhæfir sig í hágæða rúmfötum. Ljósmynd/Aðsend

Jólagjafir sem gleðja

Vöruúrval verslunarinnar er stórglæsilegt og státar af hágæða rúmfötum og handklæðum sem gaman er að gefa þeim sem manni þykir vænt um í gjafir. 

„Það er sérstaklega vinsælt að gefa dýrindis rúmföt í jólagjafir eða dúnmjúk og stór handklæði. Það eru veglegustu gjafirnar,“ segir Björn og bendir á að rúmfötin frá þýska vörumerkinu Curt Bauer hafi algerlega slegið í gegn síðustu ár.

„Allar vörurnar frá Curt Bauer eru flottar og endingargóðar. Við heimsóttum einmitt Þýskaland í fyrra og skoðuðum verksmiðjuna þeirra. Það var frábær upplifun,“ segir hann.

„Síðan flytjum við inn Quagliotti-rúmföt frá Ítalíu sem til dæmis Ritz-hótelið í París býður gestum sínum upp á. Við látum síðan aðra verksmiðju á Ítalíu vefa fyrir okkur rúmfataefni sem Magga saumakona saumar dýrindis rúmföt úr. Svo kaupum við smá frá Litháen, Portúgal og Króatíu en mest kemur frá Kína,“ bætir hann við og segir heimsóknina þangað hafa verið ævintýri líkust.

Rúmföt og handklæði eru bestu jólagjafirnar að mati Björns.
Rúmföt og handklæði eru bestu jólagjafirnar að mati Björns. Ljósmynd/Aðsend

„Í sumar heimsóttum við Kína í fyrsta skipti og fengum alveg hreint frábærar móttökur. Maður fær ekki svona góðar móttökur hjá öllum. Þetta er eins og annar heimur og maður verður smá ósjálfbjarga. Við heimsóttum tíu verksmiðjur og fundum alveg geggjað 1000 þráða satín sem við erum nýbúin að fá til okkar í búðina og hlökkum til að kynna fyrir vandlátum Íslendingum.“

Nýlega kom sending af handklæðum í verslun Rúmföt.is en um sérlega flott handklæði frá Portúgal er að ræða þar sem gæðin eru áþreifanleg. Handklæðin eru fáanleg í öllum regnbogans litum.

„Handklæðin eru úr egypskri giza-bómull sem þykir ein sú besta sem völ er á.“ 

Handklæðin eru fáanleg í nokkrum stærðum og öllum regnbogans litum.
Handklæðin eru fáanleg í nokkrum stærðum og öllum regnbogans litum. Ljósmynd/Aðsend

Þýskar lúxus dúnsængur

Rúmföt.is sérhæfir sig einnig í sölu á lúxus dúnsængum frá þýska fjölskyldufyrirtækinu OBB sem hefur verið leiðandi í framleiðslu á hágæða dúnsængum í marga áratugi.

„Við erum sérstaklega stolt að geta boðið upp á sennilega flottustu sængur í heimi sem ekki kosta bílverð. Fyrirtækið var stofnað árið 1900 og er í dag eitt fárra sem eru með alla framleiðslulínuna innanhúss. Flestir sængurframleiðendur í Þýskalandi kaupa dúninn tilbúinn til að setja í sængina. OBB er hins vegar með tækjakost til að bæði hreinsa eða flokka dúninn og blanda honum saman í hvaða hlutföllum sem er,“ segir Björn sem gerði sér ferð þangað síðasta sumar.

„Það var alveg ógleymanlegt. Við látum framleiða fyrir okkur 100% dúnsængur úr Kanadagæsadúni sem er að minnsta kosti 850 CUIN. Venjulegar gæsadúnsængur sem margar búðir selja á Íslandi eru 450-650 CUIN,“ segir hann en CUIN er tala sem mælir einangrunargildi dúnsins eða hversu loftkenndur hann er.

„Sæng með háu CUIN-gildi er því bæði léttari og hlýrri en jafnþung sæng með lægra gildi.“

Um þessar mundir eiga sér stað breytingar í versluninni og …
Um þessar mundir eiga sér stað breytingar í versluninni og munu lúxus dúnsængurnar frá OBB í Þýskalandi fá nýtt og betra pláss. Ljósmynd/Aðsend

Verslunin stækkar

Um þessar mundir er verið að stækka verslunina og nýtt rými verður tekið í notkun undir handklæði, sængur og borðdúka.

„Hjá okkur fást sérlega flottar diskaþurrkur og borðdúkar frá franska fyrirtækinu LJF sem fá loksins verðskuldað pláss. Við ætlum að bjóða 40% afslátt af öllum dúkum fram að jólum,“ segir Björn og minnist einnig á að í versluninni sjálfri verði fullt af tilboðum í tilefni af „Black Friday“.

„Við erum með góðar vörur á frábæru verði alla daga ársins og reynum að halda okkur við það án þess að vera með marga útsöludaga á ári.“

Rúmföt.is verslun er staðsett á Nýbýlavegi 28. Afgreiðslutími: 12-17.30 virka daga og 11-15 laugardaga. Sími: 565-1025. Vefverslunin rumfot.is er opin allan sólarhringinn.

mbl.is