HljóðX er tæplega 20 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í leigu, sölu og uppsetningu á hljóð-, ljósa-, mynd- og sviðsbúnaði. HljóðX hefur lengi verið leiðandi fyrirtæki á þessu sviði og sinnir viðburðum af öllu stærðum og gerðum. HljóðX þjónustar einstaklinga jafnt sem fyrirtæki, félög og stofnanir við að setja upp tækjabúnað fyrir hvers kyns tilefni.
HljóðX er tæplega 20 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í leigu, sölu og uppsetningu á hljóð-, ljósa-, mynd- og sviðsbúnaði. HljóðX hefur lengi verið leiðandi fyrirtæki á þessu sviði og sinnir viðburðum af öllu stærðum og gerðum. HljóðX þjónustar einstaklinga jafnt sem fyrirtæki, félög og stofnanir við að setja upp tækjabúnað fyrir hvers kyns tilefni.
HljóðX er tæplega 20 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í leigu, sölu og uppsetningu á hljóð-, ljósa-, mynd- og sviðsbúnaði. HljóðX hefur lengi verið leiðandi fyrirtæki á þessu sviði og sinnir viðburðum af öllu stærðum og gerðum. HljóðX þjónustar einstaklinga jafnt sem fyrirtæki, félög og stofnanir við að setja upp tækjabúnað fyrir hvers kyns tilefni.
„Við höfum séð um marga flotta viðburði í gegn um tíðina og þeir hafa allir verið skemmtilegir - hver á sinn hátt,“ segir Jóhann Örn Ólafsson, sölu- og markaðsstjóri HljóðX.
„Það er alltaf gaman að sjá um vel heppnaða árshátíð eða þorrablót og breyta venjulegu íþróttahúsi í glæsilegan veislusal en skemmst er að minnast þess þegar við fórum á Þjóðhátíð í sumar og sáum um hljóðkerfið og LED skjáina sem var mjög skemmtilegt. Á dögunum tókum við svo stóran þátt í útifundi Kvennafrídagsins á Arnarhóli sem var sérlega ánægjulegt. Við settum upp sviðsvagn, LED skjái og stórt hljóðkerfi og sáum til að þess að gríðarlegur mannfjöldi fengi góða upplifun af þessum magnaða fundi,“ útskýrir Jóhann.
HljóðX býr yfir mikilli reynslu og þekkingu þar sem starfsfólk brennur fyrir að gera stóra sem smáa viðurburði að ógleymanlegri upplifun. Starfsemi HljóðX er þrískipt í grunninn en þar gegnir tækjaleigan stærsta hlutverkinu og fer aðalstarfsemi hennar fram í Drangahrauni 5 í Hafnarfirði.
„Við fáum að vera þess heiðurs aðnjótandi að vinna með helstu skemmtikröftum landsins auk þess að kynnast erlendum stjörnum og þjónusta marga frábæra viðskiptavini,“ segir Jóhann og bendir á að starfsemin væri kraftminni ef ekki væri fyrir frábæra starfsmenn og þann góða tækjakost sem fyrirtækið hefur byggt upp í gegnum árin.
„Starfsmenn HljóðX eru fagmenn fram í fingurgóma sem búa yfir áratugalangri reynslu,“ segir hann og telur þekkingu og reynslu skipta sköpum þegar uppsetning á stórum sem smáum samkomum á sér stað.
„HljóðX sinnir viðburðum af öllum stærðargráðum. Fyrir minni viðburði eru geta viðskiptavinir sótt búnað til okkar sjálfir eða fengið starfsmenn HljóðX til að sjá um það. Fyrir stærri viðburði eins og árshátíðir og þorrablót í íþróttahúsum annast HljóðX alla uppsetningu og niðurtekt auk þess að sjá um ljósa- og hljóðmennsku,“ segir Jóhann.
Annar stór hluti í starfseminni er HljóðX lausnir sem þjónustar stofnanir og fyrirtæki með sölu, hönnum og uppsetningu á vönduðum tæknibúnaði fyrir samkomu- og íþróttahús, verslanir, verslunarmiðstöðvar, veitinga- og skemmtistaði, ráðstefnusali og fundarherbergi á hótelum. Hljóðkerfi, ljós, fjarfundabúnað og upplýsingakerfi.
„Sem dæmi hefur HljóðX sett upp í fjölmörgum kirkjum víðs vegar um land, hljóðkerfi og búnað fyrir streymi sem nýtist í messum eða við jarðarfarir.“
Þriðji hluti starfseminnar er verslunin HjóðX Rín á Grensásvegi 12 sem selur hljóðfæri, hljóðkerfi og fylgihluti. Rín var stofnuð 1942 svo haldið var upp á 80 ára afmæli verslunarinnar á síðasta ári.
„Starf okkar byggist mikið upp á öflugum birgjum og framleiðendum hágæða tæknibúnaðar. HljóðX er umboðs- og dreifingaraðili Harman á Íslandi sem býður upp á merki eins og JBL, AKG, Martin. Einnig flytur HljóðX inn Roland og fleiri góð vörumerki í þessum bransa.“
HljóðX er fjölskyldurekið fyrirtæki sem hefur skapað sér mikla sérstöðu á markaðnum með útleigu á hágæða sviðsvögnum frá kanadíska merkinu Stage Line.
„Samkeppnin í okkar bransa er nokkuð mikil og þá er gott að búa yfir sérstöðu á einhverjum sviðum. HljóðX hefur verið leiðandi í leigu á traustum og öflugum útisviðsvögnum sem þola íslenskar aðstæður og öll veðurskilyrði. Þessir vagnar eru frábærir þegar haldnar eru stórar útisamkomur eins og tónleikar á Menningarnótt eða stóra fundi eins og var á Arnarhóli á Kvennafrídaginn,“ lýsir Jóhann og segir HljóðX jafnt og þétt vera að bæta nýjum og gagnlegum búnaði við flotann.
Nýlega tók HljóðX einnig nýja og glæsilega heimasíðu í gagnið. Þar eru allar upplýsingar um lausnir og þjónustu sem fyrirtækið býður upp á.
„Við hvetjum alla sem eru að huga að viðburði eða vantar hljóðkerfi eða annan búnað um að kíkja þar við, skoða úrvalið og hafa samband við okkur,“ segir Jóhann Örn að lokum.