Gummi og Lína hamingjusamari eftir sjálfsvinnu

Gummi kíró | 24. nóvember 2023

Gummi og Lína hamingjusamari eftir sjálfsvinnu

Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, og athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir, ræða um samband sitt og vöxt þess í hlaðvarpsþættinum Tölum um með Gumma Kíró. Í þættinum er áhrifavaldurinn Helgi Ómarsson gestur ásamt Línu Birgittu. 

Gummi og Lína hamingjusamari eftir sjálfsvinnu

Gummi kíró | 24. nóvember 2023

Lína Birgitta og Guðmundur Birkir Pálmason.
Lína Birgitta og Guðmundur Birkir Pálmason. Ljósmynd/Elísabet Blöndal

Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, og athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir, ræða um samband sitt og vöxt þess í hlaðvarpsþættinum Tölum um með Gumma Kíró. Í þættinum er áhrifavaldurinn Helgi Ómarsson gestur ásamt Línu Birgittu. 

Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, og athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir, ræða um samband sitt og vöxt þess í hlaðvarpsþættinum Tölum um með Gumma Kíró. Í þættinum er áhrifavaldurinn Helgi Ómarsson gestur ásamt Línu Birgittu. 

„Því meira sem ég læri á sjálfan mig því betri er ég í sambandi við konuna mína og börnin mín,“ segir Gummi og segist Lína Birgitta sjá mikinn mun á Gumma. 

„Það er ekkert svo langt síðan hann byrjaði í sjálfsvinnu,“ segir Lína Birgitta sem segist sjálf hafa byrjað hjá sálfræðingi þegar hún var tíu ára. Hún segist hafa fengið ýmsa meðhöndlun allt frá sálfræðingum, til geðlækna og dáleiðara. „Ég er búin að prófa svo ótrúlega mikið. Ég man þegar ég fór til spákonu þegar við Gummi vorum búin að vera saman í smá stund. Hún sagði að innan fjögurra ára þá væri Gummi að fara vera allt annar maður,“ sagði Lína Birgitta í hlaðvarpinu. Spáði hún því að Gummi ætti eftir að breytast til batnaðar og til dæmis stunda jóga og vinna í andlega þættinum. 

Í desember er parið búið að vera saman í fjögur ár og er spádómur að rætast. Þau eru jafnvel hamingjusamari en fyrstu mánuðina þegar pör eru vön því að vera á bleiku skýi. „Nú erum við búin að vera í sjálfsvinnu og vinna í okkar sambandi og hvernig við viljum að okkar samband sé. Mér finnst við ná að dansa aðeins betur. Ég þekki þig svo vel og þú þekkir mig svo vel. Ég þekki þitt óöryggi og þú þekkir mitt óöryggi,“ segir Lína Birgitta. 

Það er farið yfir víðan völl í þáttunum Tölum um …
Það er farið yfir víðan völl í þáttunum Tölum um með Gumma kíró.

Allir með sinn bakpoka

„Þegar maður áttar sig á því hvaðan þetta allt kemur og maður þarf ekki að líða svona, það er svo ógeðslega frelsandi,“ segir Gummi en hann segir hvaðan farangurinn hans kemur. „Fyrsti alvöru sársaukinn var þegar ég upplifði gríðarlega mikla höfnun. Ég átti kærustu sem hélt fram hjá mér,” segir Gummi og tekur fram að þetta hafi verið fyrr á lífsleiðinni og fólk geri mistök. „Síðan var það að sjálfsögðu skilnaður sem var sársauki. Svo þegar ég missti ömmu mína. Við vorum og erum ennþá rosalega tengd. Ég gat alltaf hoppað í fangið á ömmu.“

Lína Birgitta rifjaði upp áföll sem hún varð fyrir sem hafa mótað hana. „Þegar mamma og pabbi skilja, það hafði rosa áhrif á mig, ég lenti í miklu þunglyndi. Ég var erfitt barn, það var mikil reiði í mér. Ég var tíu ára. Stuttu seinna lenti pabbi minn í fangelsi, það var áfall ofan á hitt áfallið. Svo þróaði ég með mér átröskun og var með hana í 13 ár af því ég var búin að heyra „þú ert svo feit“.“

Gummi bendir á það sé mismunandi hvað fólk þarf til þess að halda sér í jafnvægi. Á meðan Lína Birgitta hugleiðir fer hann mikið í ræktina. 

„Ég er svo rosalega skipulagður. Ég er með tvær bækur sem ég skrifa í til að halda skipulag um öll verkefni sem ég er með. Ef ég dett úr jafnvægi þarf ég að leita í þakklæti, þarf ég að leita í ást til Línu og barnanna minna. Ég þarf mataræði og ég þarf að hreyfa mig. Ef ég hreyfi mig ekki, þó það sé ekki nema einn dagur þá finnst mér ég dala. Ég þarf gríðarlega mikla hreyfingu, ég er eins og hundur.“

Lína Birgitta tekur fram að sjálfsvinna hætti aldrei. „Lífið er eitt stórt verkefni,“ segir hún. 

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn í heild sinni hér fyrir neðan og á öðrum streymisveitum.


 

mbl.is