Það er ýmislegt skemmtilegt um að vera á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Dagskráin þarf ekkert endilega að skipulögð en það er alltaf hægt að finna upp á einhverju sniðugu, áhugaverðu og ef til vill hátíðlegu til að lita helgina. Kíkjum á hvað er í boði!
Það er ýmislegt skemmtilegt um að vera á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Dagskráin þarf ekkert endilega að skipulögð en það er alltaf hægt að finna upp á einhverju sniðugu, áhugaverðu og ef til vill hátíðlegu til að lita helgina. Kíkjum á hvað er í boði!
Það er ýmislegt skemmtilegt um að vera á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Dagskráin þarf ekkert endilega að skipulögð en það er alltaf hægt að finna upp á einhverju sniðugu, áhugaverðu og ef til vill hátíðlegu til að lita helgina. Kíkjum á hvað er í boði!
Jólaþorpið í Hafnarfirði iðar allt af lífi og fjöri þessa dagana, en Hafnarfjörður hringir inn jólin, líkt og fyrri ár, með sínu árlega jólaþorpi fullu af gleði, gómsætum kræsingum, ljósadýrð, Hjartasvelli og ævintýraveröld í Hellisgerði.
Á sunnudag frá klukkan 13:30 til 14:30 verður stórskemmtileg sögustund, Öll í sparigallann, í Borgarbókasafninu Grófinni. Gestir eru hvattir til að mæta í þeim sparifötum sem þeim líður best í og eftir sögustundina býðst börnum og fjölskyldum þeirra að taka myndir af sér fyrir framan sérgerðan ljósmyndabakgrunn, með því að nota eigin síma eða myndavél.
Laugardaginn 25. nóvember kl 14:00 verður jólatré Kringlunnar tendrað við hátíðlega athöfn og um leið hefst pakkasöfnun Kringlunnar í samstarfi við Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands. Fíasól kíkir í heimsókn, kakó frá sælgætisgerðFreyju verður í boði og jólasveinar munu stíga á stokk og heilsa upp á börnin og taka við pökkum undir jólatréð.
Stór og mikil dagskrá verður í Hörpu á laugardag og sunnudag, en Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur bókahátíðina klukkan 11:45 á laugardeginum. Auk kynninga útgefenda og höfunda þá verður boðið upp á veglega upplestrardagskrá fyrir börn og fullorðna þar sem lesið verður upp úr 90 bókum.