Derek Chauvin, bandaríski lögreglumaðurinn sem myrti George Floyd árið 2020, var stunginn í fangelsi í Tuscon Arizona í gær þar sem hann afplánar rúmlega 22 ára fangelsisdóm fyrir morðið á Floyd.
Derek Chauvin, bandaríski lögreglumaðurinn sem myrti George Floyd árið 2020, var stunginn í fangelsi í Tuscon Arizona í gær þar sem hann afplánar rúmlega 22 ára fangelsisdóm fyrir morðið á Floyd.
Derek Chauvin, bandaríski lögreglumaðurinn sem myrti George Floyd árið 2020, var stunginn í fangelsi í Tuscon Arizona í gær þar sem hann afplánar rúmlega 22 ára fangelsisdóm fyrir morðið á Floyd.
Morðið átti sér stað í Minnestota-ríki sumarið 2020. Chauvin hélt hné á hálsi Floyds í tæpar tíu mínútur, með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Í kjölfarið brutust út hörðu mótmæli víða um Bandaríkin vegna ofbeldi í garð svartra af hálfu lögreglunnar.
Í tilkynningu frá fangelsismálayfirvöldum í Bandaríkjunum kemur fram að ráðist hafi verið á ónefndann fanga í fangelsinu í Tuscon klukkan 12:30 að staðartíma. Einstaklingurinn var sendur á sjúkrahús í nágrenni fangelsisins til frekari meðferðar eftir að fangaverðir höfðu reynt endurlífgunartilraunir.
Samkvæmt heimildum New York Times lifði Chauvin árásina af.
AP-fréttaveitan greinir frá því að enginn starfsmaður hafi særst og búið sé að upplýsa bandarísku alríkislögregluna (FBI) um árásina.
Í júní á þessu ári voru birtar niðurstöður rannsóknar á morðinu á Floyd þar sem kom fram að lögreglan í Minneapolis í Minnisota mismuni minnihlutahópum og beiti of miklu valdi. Rannsóknin tók fyrir atvik bæði fyrir og eftir andlát Floyds.