Hættustigi lýst yfir í Eyjum

Hættustigi lýst yfir í Eyjum

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi í Vestmannaeyjum vegna skemmda á neysluvatnslögn sem liggur til Vestmannaeyja.

Hættustigi lýst yfir í Eyjum

Skemmdir á vatnslögn til Vestmannaeyja | 28. nóvember 2023

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi í Vestmannaeyjum vegna skemmda á neysluvatnslögn sem liggur til Vestmannaeyja.

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi í Vestmannaeyjum vegna skemmda á neysluvatnslögn sem liggur til Vestmannaeyja.

Raunveruleg hætta er á að neysluvatnslögnin rofni alveg.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 

Fyrir liggur að umfang skemmda er mikið og alvarlegt. Skemmdirnar ná yfir um 300 metra kafla á lögninni.

Líkt og sjá má er kápan utan af leiðslunni stórskemmd.
Líkt og sjá má er kápan utan af leiðslunni stórskemmd. mbl.is/Óskar Pétur

Færst verulega úr stað

Í tilkynningunni segir að á myndum sem teknar hafa verið neðansjávar sjáist að lögnin hafi færst verulega úr stað. Sú staða geri möguleika á bráðabirgðaviðgerða erfiða. Eina varanlega lausnin sé ný lögn. 

„Mikilvægt er að vinna mat á afleiðingum sem takmarkað rennsli vatns eða algert rof hefði á íbúa og starfsemi í Vestmannaeyjum og hrinda af stað mótvægisaðgerðum til að koma í veg fyrir að neyðarástand skapist,“ segir í tilkynningunni. 

Ekki þörf á að spara vatn að svo komnu

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mun, í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, Vestmannaeyjabæ, HS veitur, viðbragðsaðila og aðra hagaðila, vinna á næstu dögum að tillögum og framkvæmdum því tengt. Markmið þeirrar vinnu er að tryggja öryggi og velferð Vestmannaeyinga.

Að svo komnu er lögnin enn nothæf og þjónar vatnsþörf Vestmannaeyja að fullu. Því er ekki þörf á að spara eða safna vatni að svo stöddu.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is