Neitar því að hafa farið í fegrunaraðgerðir

Fegrunaraðgerðir | 28. nóvember 2023

Neitar því að hafa farið í fegrunaraðgerðir

Óskarsverðlaunaleikkonan Jennifer Lawrence segir marga halda að hún hafi farið í fegrunaraðgerðir. Svo er hins vegar ekki. Hún greinir frá ástæðu þess að útlit hennar hefur breyst í viðtali sem hún tók við Kylie Jenner fyrir tímaritið Interview

Neitar því að hafa farið í fegrunaraðgerðir

Fegrunaraðgerðir | 28. nóvember 2023

Jennifer Lawrence er ekki búin að fara í augnaðgerð. Hún …
Jennifer Lawrence er ekki búin að fara í augnaðgerð. Hún er með farða. AFP

Óskar­sverðlauna­leik­kon­an Jenni­fer Lawrence seg­ir marga halda að hún hafi farið í fegr­un­araðgerðir. Svo er hins veg­ar ekki. Hún grein­ir frá ástæðu þess að út­lit henn­ar hef­ur breyst í viðtali sem hún tók við Kylie Jenner fyr­ir tíma­ritið In­terview

Óskar­sverðlauna­leik­kon­an Jenni­fer Lawrence seg­ir marga halda að hún hafi farið í fegr­un­araðgerðir. Svo er hins veg­ar ekki. Hún grein­ir frá ástæðu þess að út­lit henn­ar hef­ur breyst í viðtali sem hún tók við Kylie Jenner fyr­ir tíma­ritið In­terview

Raun­veru­leika­stjarn­an Jenner rek­ur í dag eigið snyrti­vörumerki. Henn­ar ein­kenn­is­merki eru stór­ar var­ir og notaði hún meðal ann­ars snyrti­vör­ur til þess að ná fram út­lit­inu. Lawrence seg­ir heill­andi hvernig snyrti­vör­ur geta breytt út­liti fólks.

Óskar­sverðlauna­leik­kon­an  kall­ar förðun­ar­fræðing­inn sinn lýta­lækni. „Af því að á þeim mánuðum sem ég hef unnið með hon­um eru all­ir sann­færðir um að ég hafi farið í augnaðgerð,“ seg­ir Lawrence. „Ég fór ekki í augnaðgerð. Ég er með förðun,“ seg­ist Lawrence segja við fólk. 

Jennifer Lawrence er búin að vera í sviðsljósinu síðan hún …
Jenni­fer Lawrence er búin að vera í sviðsljós­inu síðan hún var 19 ára. Hún lít­ur ekki eins út. AFP

Jenner hins veg­ar viður­kenn­ir að hafa farið í fegr­un­araðgerðir, þar á meðal látið fylla í var­irn­ar. Göml­um mynd­um er oft stillt við hlið nýrra mynd af henni og Lawrence hef­ur sömu sögu að segja. 

„Ég er að glíma við það sam­an. Ég byrjaði 19 ára svo fyr­ir og eft­ir mynd­irn­ar eru þegar ég var 19 og 30. Ég er bara: „Ég þroskaðist. Meðgönguþyngd­in fór af and­lit­inu og and­litið á mér hef­ur breyst með aldr­in­um.“ Fólk held­ur að ég hafi farið í nefaðgerð. Ég hef verið með sama nefið all­an tím­ann. Kinn­arn­ar á mér minnkuðu. Takk fyr­ir að minn­ast á það,“ seg­ir Lawrence. 

Jennifer Lawrence í október.
Jenni­fer Lawrence í októ­ber. AFP
mbl.is