Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að ekkert hafi breyst í skilyrðum varðandi vopnaburð lögreglunnar. „Engin stefnubreyting hefur verið gerð og ekki stendur til að gera breytingar á valdbeitingarheimildum lögreglunnar. Það er því ómögulegt að taka skref til baka.“
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að ekkert hafi breyst í skilyrðum varðandi vopnaburð lögreglunnar. „Engin stefnubreyting hefur verið gerð og ekki stendur til að gera breytingar á valdbeitingarheimildum lögreglunnar. Það er því ómögulegt að taka skref til baka.“
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að ekkert hafi breyst í skilyrðum varðandi vopnaburð lögreglunnar. „Engin stefnubreyting hefur verið gerð og ekki stendur til að gera breytingar á valdbeitingarheimildum lögreglunnar. Það er því ómögulegt að taka skref til baka.“
Þetta sagði Guðrún í sérstakri umræðu á Alþingi um vopnaburð lögreglunnar, en málshefjandi var Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.
Guðrún lagði áherslu á í ræðu sinni að þessi málefni væru undir stöðugu endurmati og þyrfti að endurspegla þá þróun sem ætti sér stað í okkar samfélagi. Hún benti á, að samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra hefði alvarlegum ofbeldisbrotum og vopnuðum útköllum lögreglu og sérsveitar ríkislögreglustjóra fjölgað síðustu ár. Tölfræðin bæri með sér að veruleg aukning hefði orðið í útköllum þar sem þeir aðilar sem lögreglan þyrfti að hafa afskipti af bæru vopn.
„Ég hef áhyggjur af þessari þróun,“ sagði ráðherra.
Arndís Anna benti á í ræðu sinni, að samkvæmt rannsóknum væru lögregluþjónar sem bæru rafbyssur helmingi líklegri til þess að beita valdi í störfum sínum miðað við lögreglumenn sem bæru hvorki skotvopn né rafbyssur. Einnig hefði verið sýnt fram á að líklegra væri að ráðist væri á þá. Aðrir lögregluþjónar sem væru með lögregluþjónum sem bæru rafbyssur á vakt væru einnig líklegri til þess að beita valdi í störfum sínum en ella.
Hún spurði m.a. hvort það kæmi til greina hjá ráðherra stíga skref til baka og endurhugsa þessa stefnu.
Guðrún benti á í sinni ræðu, að tilkoma rafvarnaopna ætti sér langan aðdraganda en lögreglan hefði allt frá árinu 2007 haft til skoðunar hvort rétt væri að taka slík vopn upp hér á landi og á undanförnum árum hefði reglulega komið til umræðu hvort tilefni sé til að fjölga valdbeitingartækjum fyrir lögreglu við framkvæmd skyldustarfa sinna.
„En að því sögðu vil ég ítreka það sem kom fram í fyrri ræðu minni að það hefur ekkert breyst í skilyrðum fyrir vopnaburði lögreglu. Engin stefnubreyting hefur verið gerð og ekki stendur til að gera breytingar á valdbeitingarheimildum lögreglunnar. Það er því ómögulegt að taka skref til baka, líkt og háttvirtur þingmaður nefndi hér í sinni ræðu og endurmeta stöðuna líkt og háttvirtur þingmaður orðaði það. Ég lagði mat á stöðu mála þegar ég tók við embætti og tók ígrundaða ákvörðun um að halda áfram á sömu braut. Tilgangurinn með rýnihópnum og skýrslugjöf að 18 mánuðum liðnum er að endurmeta stöðuna,“ sagði Guðrún.
Arndís tók fram í lok umræðunnar að þingmenn væru sammála um markmiðið sem væri að auka öryggi borgaranna og öryggi lögregluþjóna við störf sín. Hún bætti þó við og sagði að ofbeldi yrði aldrei útrýmt með meira ofbeldi.
Guðrún tók fram að hún fyndi til mikillar ábyrgðar í þessum málaflokki og þess vegna hefði hún sem dómsmálaráðherra einsett sér að bregðast við þeirri stöðu sem upp væri komin hér á landi með þeim aðgerðum sem tryggðu best öryggi almennings.