Samið um starfslok eftir skemmd á vatnslögn

Samið um starfslok eftir skemmd á vatnslögn

Vinnslustöðin hefur samið um starfslok við tvo skipstjóra hjá fyrirtækinu. Skipstjórarnir skiptast á að vera skipstjórar á skipinu Huginn VE. 

Samið um starfslok eftir skemmd á vatnslögn

Skemmdir á vatnslögn til Vestmannaeyja | 28. nóvember 2023

Huginn VE var á leið til hafnar þegar akkerið losnaði …
Huginn VE var á leið til hafnar þegar akkerið losnaði og fór í lögnina sem er nú stórskemmd. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Vinnslustöðin hefur samið um starfslok við tvo skipstjóra hjá fyrirtækinu. Skipstjórarnir skiptast á að vera skipstjórar á skipinu Huginn VE. 

Vinnslustöðin hefur samið um starfslok við tvo skipstjóra hjá fyrirtækinu. Skipstjórarnir skiptast á að vera skipstjórar á skipinu Huginn VE. 

Þetta staðfestir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í samtali við mbl.is. Hann segist ekki vilja tjá sig um ástæðu starfslokanna. Hann væntir þess að skipulagsbreytingar verði innan fyrirtækisins í kjölfarið.

Skipstjórarnir sem um ræðir eru Guðmundur Ingi Guðmundsson og Gylfi Viðar Guðmundsson. 

Starfslokin koma í kjölfar þess að umfangsmiklar skemmdir urðu á vatnslöginni til Vestmannaeyja föstudagskvöldið 18. nóvember. Urðu skemmdirnar þegar Huginn VE sigldi inn til hafnar og akkeri bátsins losnaði og fór í lögnina. 

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson.

Hefur áhyggjur af vetrinum

Skera þurfti akkerið frá og liggur það enn á hafsbotni. 

Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar málið en vegna þeirra skemmda sem urðu á vatnslögninni hefur hættustigi verið lýst yfir í Eyjum. Skemmdirnar eru það miklar að ekki dugar að gera við lögnina til bráðabirgða og leggja þarf nýja lögn. 

Sigurgeir Brynjar segist hafa áhyggjur af því hvernig veturinn verði í ljósi þess að svo miklar skemmdir eru á lögninni. Geti það haft áhrif á vinnslu stöðvarinnar í landi. 

mbl.is