Frumlegustu barnanöfn stjarnanna

Barnanöfn | 29. nóvember 2023

Frumlegustu barnanöfn stjarnanna

Margar þekktar stjörnur, kvikmynda- og söngstjörnur, raunveruleikastjörnur og eða áhrifavaldar hugsa oft vel út fyrir rammann þegar kemur að vali á barnanöfnum, en einstök barnanöfn eru daglegt brauð í glysheimi glæsileikans.

Frumlegustu barnanöfn stjarnanna

Barnanöfn | 29. nóvember 2023

Stjörnurnar eru ófeimnar við að fara út fyrir rammann.
Stjörnurnar eru ófeimnar við að fara út fyrir rammann. Samsett mynd

Margar þekktar stjörnur, kvikmynda- og söngstjörnur, raunveruleikastjörnur og eða áhrifavaldar hugsa oft vel út fyrir rammann þegar kemur að vali á barnanöfnum, en einstök barnanöfn eru daglegt brauð í glysheimi glæsileikans.

Margar þekktar stjörnur, kvikmynda- og söngstjörnur, raunveruleikastjörnur og eða áhrifavaldar hugsa oft vel út fyrir rammann þegar kemur að vali á barnanöfnum, en einstök barnanöfn eru daglegt brauð í glysheimi glæsileikans.

Stjörnurnar kjósa, oftar en ekki, að horfa framhjá hinum svokölluðu hefðbundnu nöfnum þegar þau nefna nýjustu fjölskyldumeðlimi sína, en undanfarin ár hafa nokkrar þeirra nefnt börn sín eftir höfuðáttum, litum, ávöxtum og vikudögum.

Hér eru örfá dæmi um einstæð nöfn barna nokkurra Hollywood-stjarna!

Malibu Barbie

Áhrifavaldurinn og TikTok-stjarnan, Tricia Paytas, nefndi frumburðinn sinn, sem er í dag ársgamall, Malibu Barbie. 

Paytas á nú von á sínu öðru barni og hefur þegar tilkynnt að það muni bera nafnið Elvis, hvort sem það er stelpa eða strákur. 

Bambi

Love Island-stjörnurnar Tommy Fury og Molly-Mae Hague eignuðust dóttur fyrr á þessu ári sem hlaut nafnið Bambi.

Disney-nafnið hefur víst ávallt verið draumanafn Hague og þegar hún varð ófrísk þá kom ekkert annað til greina en Bambi.

View this post on Instagram

A post shared by Molly-Mae Hague (@mollymae)

Techno Mechanicus, Exa Dark Sideræl og X Æ A - Xii

Elon Musk og Grimes taka án efa titilinn þegar kemur að furðulegustu barnanöfnunum, en fæstir vita hvernig á að bera nöfn barna þeirra fram.

Börn fyrrverandi parsins heita X Æ A – Xii, Exa Dark Sideræl og Techno Mechanicus. 

Marmaduke og Huckleberry

Ævintýramaðurinn Bear Grylls á þrjá syni og eru tveir þeirra með heldur óvenjuleg nöfn, en það eru Marmaduke og Huckleberry.

Nöfnin eru bæði þekkt í Bandaríkjunum, en Marmaduke er vinsæll karakter í þekktri bandarískri teiknimyndasögu og Huckleberry er bæði nafn á villtu beri og söguhetjunni í bók Mark Twain, Adventures of Huckleberry Finn. 

RZA og Riot Rose

Barbadóska söngkonan Rihanna á tvo unga syni með rapparanum A$AP Rocky. Parið hélt nafni frumburðarins leyndu í að verða ár en greindi frá því skömmu áður en seinni sonur þeirra kom í heiminn.

Eldri drengurinn heitir RZA Athelston og er nefndur eftir framleiðandanum og rapparanum RZA, leiðtoga Wu-Tang Clan. Yngri sonur þeirra, sem fæddist í byrjun ágúst, ber nafnið Riot Rose og er talið að það komi frá þekktu lagi A$AP Rocky, Riot. 

View this post on Instagram

A post shared by badgalriri (@badgalriri)

Rise, Powerful og Beautiful

Leikarinn Nick Cannon valdi heldur óvenjuleg nöfn á nokkur af 12 börnum sínum, en í barnaskaranum er að finna Rise Messiah, Powerful Queen og Beautiful Zeppelin. 

View this post on Instagram

A post shared by NICK CANNON (@nickcannon)

Pilot Inspektor

Leikarinn Jason Lee, sem gerði garðinn frægan í þættinum My Name is Earl, nefndi son sinn því einstaklega sérstaka nafni, Pilot Inspektor. Sonurinn er 20 ára gamall í dag og kallar sig Pilot Lee.

View this post on Instagram

A post shared by Jason Lee (@jasonlee)

Audio Science

Leikkonan Shannyn Sossamon, sem fór meðal annars með hlutverk Maggie í jólamyndinni The Holiday, á soninn Audio Science. Sossamon er sögð hafa viljað skapa nafn barns síns úr vel völdum nafnorðum.

Shannyn Sossamon.
Shannyn Sossamon. Skjáskot/IMDb

Tu

Leikarinn Rob Morrow, sem fór með aðalhlutverkið í spennuþættinum Numb3rs, nefndi dóttur sína Tu og þar sem fjölskyldunafnið er Morrow, þá heitir stúlkan Tu Morrow. 

Lyra og Jupiter

Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran og eiginkona hans Cherry Seaborn eiga tvær ungar dætur. Þær heita Lyra Antartica og Jupiter. 

View this post on Instagram

A post shared by Ed Sheeran (@teddysphotos)

mbl.is