Ásdís Rán fagnar 5 mánuðum með draumaprinsinum

Ásdís Rán | 30. nóvember 2023

Ásdís Rán fagnar 5 mánuðum með draumaprinsinum

Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Þórður Daníel Þórðarson fögnuðu á dögunum fimm mánaða sambandsafmæli sínu. Í tilefni dagsins birti Ásdís Rán fallega færslu á Facebook. 

Ásdís Rán fagnar 5 mánuðum með draumaprinsinum

Ásdís Rán | 30. nóvember 2023

Þórður Daníel Þórðarson og Ásdís Rán Gunnarsdóttir hafa verið ástfangin …
Þórður Daníel Þórðarson og Ásdís Rán Gunnarsdóttir hafa verið ástfangin í fimm mánuði. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Þórður Daníel Þórðarson fögnuðu á dögunum fimm mánaða sambandsafmæli sínu. Í tilefni dagsins birti Ásdís Rán fallega færslu á Facebook. 

Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Þórður Daníel Þórðarson fögnuðu á dögunum fimm mánaða sambandsafmæli sínu. Í tilefni dagsins birti Ásdís Rán fallega færslu á Facebook. 

„Ég var svo heppin að detta í fangið á þessum draumaprins fyrir 5 mánuðum. Hann gerir lífið og tilveruna svo miklu betra! Ég sem hélt ég gæti ekki orðið ástfangin, en það var víst ekki rétt þar sem honum tókst einhvernvegin að bræða mitt ískalda hjarta. Hlakka til að eyða fleiri mánuðum, árum og ævintýrum með þér elskan mín,“ skrifaði Ásdís Rán við mynd af parinu.

Þórður Daníel er þekkt útvarpsstjarna en hefur síðustu fimm ár verið búsettur í Búlgaríu þar sem hann rekur verslun sem selur nikótínpúða og rafsígarettur. Ásdís Rán hefur verið með annan fótinn í Búlgaríu síðasta áratuginn, en nýverið fékk hún hlutverk þar í kvikmynd ítalska leikstjórans Lorenzo Faccenda.

Smartland óskar þeim til hamingju með ástina!

mbl.is