Rómantískt jólahátíðarborð

Jólahátíðarborðið | 30. nóvember 2023

Rómantískt jólahátíðarborð

Inga Víðisdóttir og Þórdís Zophía eru blómaskreytar og eru hrifnastar af því að leyfa náttúrulegum skreytingum að njóta sín á hátíðarborðum fyrir veisluhöldin sem fram undan eru. Mosi, könglar og greni eru ráðandi ásamt uppáhaldsjólaskrauti þeirra þetta árið.

Rómantískt jólahátíðarborð

Jólahátíðarborðið | 30. nóvember 2023

Inga Víðisdóttir og Þórdís Zophía hafa unun af því dekka …
Inga Víðisdóttir og Þórdís Zophía hafa unun af því dekka hátíðarborðið fyrir jólakræsingarnar og leggja metnað í verkið. mbl.is/Árni Sæberg

Inga Víðisdóttir og Þórdís Zophía eru blómaskreytar og eru hrifnastar af því að leyfa náttúrulegum skreytingum að njóta sín á hátíðarborðum fyrir veisluhöldin sem fram undan eru. Mosi, könglar og greni eru ráðandi ásamt uppáhaldsjólaskrauti þeirra þetta árið.

Inga Víðisdóttir og Þórdís Zophía eru blómaskreytar og eru hrifnastar af því að leyfa náttúrulegum skreytingum að njóta sín á hátíðarborðum fyrir veisluhöldin sem fram undan eru. Mosi, könglar og greni eru ráðandi ásamt uppáhaldsjólaskrauti þeirra þetta árið.

Vinkonurnar Inga Víðisdóttir og Þórdís Zophía opnuðu á dögunum fyrirtæki þar sem þær sameina þekkingu sína, reynslu og ástríðu á sviði blómaskreytinga og segja að þetta sé skemmtilegasti árstíminn þegar kemur að skreytingum. „Nýja fyrirtækið okkar heitir Viðjur, við vorum sammála um að hafa sterkt íslenskt nafn sem er lýsandi fyrir okkur báðar. Við sjáum um mikið af erlendum brúðkaupum, viðburðum, bæði íslenskum og erlendum, útförum og fyrirtækjaþjónustu.

Einnig höfum við verið að taka að okkur námskeið fyrir starfsmannafélög og klúbba,“ segir Inga.

„Við höfum báðar áralanga reynslu af blómaskreytingum og hönnun, fyrir okkur erum við aldrei í vinnunni, okkur þykir það sem við erum að gera svo skemmtilegt og allt gert með hjartanu, hlökkum til hvers einasta dags og vinnum frábærlega vel saman,“ segir Þórdís með bros á vör.

Kerti í brúnum tónum fá að njóta sín í borðhaldinu …
Kerti í brúnum tónum fá að njóta sín í borðhaldinu og eiga vel við yfir hátíðirnar. mbl.is/Árni Sæberg

Náttúran gegnumgangandi

Nú fer í hönd rómantískur og hátíðlegur tími þar sem annirnar eru miklar. „Fyrir okkur Viðjurnar er aðventan dásamlegur tími, við eigum báðar afmæli í kringum þennan tíma. Maður skiptir um gír og fer að njóta betur, tíma kerta og huggulegheita, tína köngla og njóta samverustunda með fjölskyldu og vinum,“ segir Inga. Aðspurðar segja þær að innblásturinn við skreytingar fái þær víða. „Það hefur ávallt einhver áhrif hvað er í gangi hverju sinni, í blöðum og á samfélagsmiðlum. En númer eitt er að vera fylginn sér og gera það sem mann langar að gera og báðar erum við miklar náttúrumanneskjur sem fléttast inn í og er gegnumgangandi í okkar handbragði.“

Þórdísi og Ingu finnst tvímælalaust skipta máli að dekka borðstofuborðið hátíðlega fyrir jólaboðin og leggja metnað í það. „En hvort við höfum alltaf náð að gera það hjá okkur sjálfum er önnur saga. Við höfum verið starfandi í blómabúðum í gegnum árin og þetta er mikill annatími. Í ár munum við reyna að njóta aðventunnar og jólanna betur og gefa okkur tíma á milli verkefna.“

Mosi, könglar og greinar ráðandi

Báðar eru þær búnar að ákveða þemað í ár en grunnurinn er ávallt sá sami. „Við höldum okkur við grunninn okkar sem er náttúrulegur, brúnir, grænir, hlýir tónar með hvítu og gylltu ívafi. Mosi, könglar og greinar eru ráðandi í borðskrautinu ásamt uppáhaldsjólaskrautinu okkar.“ Þegar kemur að greni finnst þeim lykilatriði að það sé lifandi. „Það eru engin jól án þess að vera með greni, það þarf ekki að vera mikið en það greni sem við erum með er lifandi, við erum líka báðar ávallt með lifandi jólatré.“ Kertin skipta líka máli á þessum árstíma og í borðskreytingunum. „Við elskum báðar góð ilmkerti, það er mikið til frá íslenskum hönnuðum. Við veljum alltaf þau sem eru náttúruleg og ekki skaðleg heilsunni.“

Þegar kemur að því að velja servíettur og skreyta líkt og þið gerið hér, hvað gerið þið?

„Við erum sammála um að vera með tauservíettur, við hnýtum þær saman með fallegu bandi og með greni, könglum eða skrauti,“ segir Þórdís. „Okkur finnst eins og til að mynda um hátíðirnar skemmtilegra að vera með tauservíettur en það eru margar fallegar pappírsservíettur til og við elskum Letterpress-servíetturnar, þykkur pappír og alltaf flottar,“ bætir Þórdís við.

Hátíðarborðið er í rústikstíl og mikið skreytt. Hátíðarmaturinn fer á …
Hátíðarborðið er í rústikstíl og mikið skreytt. Hátíðarmaturinn fer á diskana en ekki borðið sjálft þar sem skrautið fær að vera augnakonfektið í borðhaldinu með snætt er. mbl.is/Árni Sæberg

„Síðan finnst okkur líka skipta máli að skreyta eldhúsið þar sem töfrarnir í matargerðinni gerast. Við setjum báðar fallegar greinar í vasa og nóg af kertum í eldhúsið sem fanga stemninguna. Um áramótin skiptum við um þema, bæði þegar kemur að því að dekka hátíðarborðið fyrir máltíðirnar og eldhúsið. Þá er glimmer og silfur í forgrunni og meiri glamúr í öllu,“ segir Inga.

Hátíðarmatseðillinn á aðfangadagskvöld er líka tilbúinn hjá blómaskreytunum. „Inga er með andabringur og tilheyrandi meðlæti og heimagerða hnetusteik fyrir sína fjölskyldu. Ég er ættuð að norðan og það kemur bara hangikjöt og laufabrauð til greina á aðfangadagskvöld, annars kæmu engin jól, og fylltur hátíðarkjúklingur fyrir fjölskylduna,“ segir Þórdís.

Uppáhaldsjólaskrautið fær að njóta sín inni á milli og lífgar …
Uppáhaldsjólaskrautið fær að njóta sín inni á milli og lífgar upp á veisluborðið, alls konar hlutir fanga augað. mbl.is/Árni Sæberg
Brúnir, grænir og hlýir tónar einkenna hátíðarborðið og náttúran fær …
Brúnir, grænir og hlýir tónar einkenna hátíðarborðið og náttúran fær að njóta sín. mbl.is/Árni Sæberg
Tauservíetturnar er hnýttar með fallegu bandi, skreyttar með greni, könglum …
Tauservíetturnar er hnýttar með fallegu bandi, skreyttar með greni, könglum og skrauti. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is