„Það er maður með byssu við gluggann“

Óöld í Svíþjóð | 30. nóvember 2023

„Það er maður með byssu við gluggann“

Sautján ára gamall drengur frá Malmö í Svíþjóð hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og vopnalagabrot í Uppsala og er auk þess grunaður um hlutdeild í manndrápi í Vasastan í Stokkhólmi.

„Það er maður með byssu við gluggann“

Óöld í Svíþjóð | 30. nóvember 2023

Sautján ára gamall piltur hefur verið ákærður fyrir tilraun til …
Sautján ára gamall piltur hefur verið ákærður fyrir tilraun til að ráða tengdaföður Rawa Majid, kúrdíska refsins, af dögum í Uppsala. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Sautján ára gamall drengur frá Malmö í Svíþjóð hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og vopnalagabrot í Uppsala og er auk þess grunaður um hlutdeild í manndrápi í Vasastan í Stokkhólmi.

Sautján ára gamall drengur frá Malmö í Svíþjóð hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og vopnalagabrot í Uppsala og er auk þess grunaður um hlutdeild í manndrápi í Vasastan í Stokkhólmi.

Áttu bæði atvikin, sem voru skotárásir, sér stað í september. Klukkan 04 aðfaranótt 13. september hringdi íbúi í Stenhagen í Uppsala í neyðarlínuna og hóf símtalið með eftirfarandi tilkynningu: „Það er maður með byssu við gluggann hjá mér.“

Maðurinn við gluggann var grímuklæddur og bar skammbyssu með hljóðdeyfi. Reyndi hann í kjölfarið að lokka heimilisfólk út með því að kasta steinvölum í glugga og útidyrahurð en meðal þeirra sem skráðir eru til heimilis á staðnum er tengdafaðir Rawa Majid, manns sem betur er þekktur í undirheimum Stokkhólms, Uppsala og nágrennis sem kúrdíski refurinn.

Eins og mbl.is hefur fjallað um er Rawa Majid innsti koppur í búri Foxtrot-glæpaklíkunnar, 37 ára gamall íraskur kúrdi sem hóf fíkniefnasölu í framhaldsskóla og reis til æðstu metorða á mettíma með því að kaupa stórar fíkniefnasendingar með magnafslætti og selja lægra verði en keppinautarnir.

Heldur refurinn nú til í Tyrklandi og stýrir veldi sínu þaðan en sænskar glæpaklíkur hafa síðustu misseri beitt þeirri miskunnarlausu aðferðafræði að beina spjótum sínum að ættingjum og vinum hatursmanna sinna og keppinauta og nú var röðin komin að fjölskyldu refsins úr því hann var sjálfur utan skotfæris.

Óku saman til Stokkhólms

Lögregla sendi þegar fjölda bifreiða á vettvang með forgangi í kjölfar símtalsins aðfaranótt 13. september og var meintur tilræðismaður handtekinn skömmu síðar í grenndinni.

Síðar sama dag var 19 ára gamall maður skotinn til bana í Vasastan í Stokkhólmi en sá sem líkast til hugði á skotárás í Stenhagen liggur undir grun um hlutdeild í því drápi. Annar 19 ára gamall maður, frá Malmö eins og sá yngri, sætir nú ákæru fyrir að hafa verið þar að verki, leigt bílaleigubíl og ekið með þeim yngri frá Malmö til Stokkhólms.

Hafa upptökur öryggismyndavéla sýnt svo óyggjandi telst að ungu mennirnir óku saman til höfuðborgarinnar örfáum dögum áður en framangreind tvö atvik áttu sér stað 13. september. Meðal sönnunargagna í málinu mun ákæruvaldið tefla fram myndavélaupptökunum en einnig DNA-sýnum sem sanna að sá sautján ára gamli hafði á einhverjum tímapunkti haldið á skotvopninu sem varð manninum í Vasastan að bana þótt hann hafi sjálfur þegar verið í haldi lögreglu er árásin átti sér stað.

Báðir ákærðu neita sök í málinu.

SVT
SVTII (atlagan að tengdaföðurnum)
SVTIII („Ég er orðlaus“)

mbl.is