Fleiri fótgangandi en í Strætó

Strætó | 1. desember 2023

Fleiri fótgangandi en í Strætó

Hlutfall fullorðinna sem fara fótgangandi til vinnu eða í skóla er 12 prósent, en almenningssamgöngur eru notaðar af 8 prósent fullorðinna Reykvíkinga. 

Fleiri fótgangandi en í Strætó

Strætó | 1. desember 2023

Konur eru líklegri til að ganga til vinnu en karlmenn …
Konur eru líklegri til að ganga til vinnu en karlmenn eru líklegri til að hjóla samkvæmt niðurstöðum Gallup. mbl.is/Árni Sæberg

Hlutfall fullorðinna sem fara fótgangandi til vinnu eða í skóla er 12 prósent, en almenningssamgöngur eru notaðar af 8 prósent fullorðinna Reykvíkinga. 

Hlutfall fullorðinna sem fara fótgangandi til vinnu eða í skóla er 12 prósent, en almenningssamgöngur eru notaðar af 8 prósent fullorðinna Reykvíkinga. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Reykjavíkurborgar, sem byggir á niðurstöðum úr rannsókn Gallup fyrir árið 2023. Fram kemur að rúmlega 63 prósent ferðist á bíl sem bílstjórar og um 5 prósent sem farþegar í bíl. 

Hlutfall fullorðinna sem keyra í vinnu og skóla hefur minnkað og hlutfall þeirra sem nota virka ferðamáta hefur aukist. Þá eru konur líklegri til að ganga til vinnu en karlmenn eru líklegri til að hjóla.

Hlutfall barna lækkað

Samkvæmt niðurstöðu könnunar Gallup er fólk á aldrinum 18-34 ára líklegra til að nota almenningssamgöngur en þeir sem eldri eru. Hlutfall almenningssamgangna hækkar á milli mælinga en hefur verið hærra ef litið er lengra aftur í tímann.

Þá er athyglisvert að hlutfall barna sem notast við virka ferðamáta hefur lækkað milli ára úr 78 prósent niður í 74 prósent. Hlutfallið mældist lægst árið 2010, en þá notuðust aðeins 64 prósent barna við virka ferðamáta.

Markmið Reykjavíkurborgar er að hlutfall ferða á bíl verði 50 prósent fyrir árið 2040, þar sem breyting á ferðavenjum dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda, en 70 prósent allrar losunar er vegna samgangna. 

mbl.is