Kynþokkafyllstu sköllóttu menn landsins

Instagram | 1. desember 2023

Kynþokkafyllstu sköllóttu menn landsins

Sköllóttir karlmenn eru sko alls engar gungur enda karlmennskan uppmáluð. Þessir herramenn sem prýða listann sýna það og sanna, en allir eiga þeir sameiginlegt að vera hárlausir, hæfileikaríkir og heillandi í þokkabót. 

Kynþokkafyllstu sköllóttu menn landsins

Instagram | 1. desember 2023

Skallarnir eru sexí!
Skallarnir eru sexí! Samsett mynd

Sköllóttir karlmenn eru sko alls engar gungur enda karlmennskan uppmáluð. Þessir herramenn sem prýða listann sýna það og sanna, en allir eiga þeir sameiginlegt að vera hárlausir, hæfileikaríkir og heillandi í þokkabót. 

Sköllóttir karlmenn eru sko alls engar gungur enda karlmennskan uppmáluð. Þessir herramenn sem prýða listann sýna það og sanna, en allir eiga þeir sameiginlegt að vera hárlausir, hæfileikaríkir og heillandi í þokkabót. 

Árni Páll Árnason

Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, skartar flottum skalla. 

Egill Ólafsson

Einn þekktasti söngvari og lagasmiður Íslands, Egill Ólafsson, er með einn virðulegasta skalla landsins. 

Gauti Þeyr Másson

Rapparinn Gauti Þeyr Másson, þekktur undir listamannsnafninu Emmsjé Gauti, er töffaralegur með skallann.

Bubbi Morthens

Skallapopparinn Bubbi Morthens er sá allra flottasti. 

Hjálmar Örn Jóhannsson

Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn er glæsilegur með skallann og rauða skeggið. Hann fagnaði fimmtugsafmæli sínu á dögunum.

Felix Bergsson

Felix Bergsson þarf vart að kynna neinum, enda er hann með allra ástsælustu fjölmiðlamönnum og skemmtikröftum þjóðarinnar. Hann er með gullfallegan skalla.

Auðunn Blöndal

Auðunn Blöndal eða Auddi Blö er fáránlega flottur með skalla. 

Arnór Dan Arnarson

Forsprakki hljómsveitarinnar Agent Fresco, Arnór Dan Arnarson, er ávallt flottur á sviðinu og rokkar skallann. 

View this post on Instagram

A post shared by Arnór Dan (@arnordan)

Hjörtur Jóhann Jónsson

Einn hæfileikaríkasti leikari landsins, Hjörtur Jóhann Jónsson, ber skallann með prýði.

Tómas Lemarquis

Leikarinn Tómas Lemarquis er glæsilegur maður. Skalli hans vekur ávallt eftirtekt.

View this post on Instagram

A post shared by Tómas Lemarquis (@tomaslemarquis)

JóiPé

Listamaðurinn Jóhannes Damian Patreksson, betur þekktur sem JóiPé, er algjör töffari og ber skallann vel líkt og faðir hans Patrekur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta.

View this post on Instagram

A post shared by JóiPé (@joiipe)

Sverrir Bergmann

Tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann er ekki bara með eina fallegustu rödd landsins, hann er líka með einn fallegasta skalla landsins. 

Sverrir Bergmann.
Sverrir Bergmann. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Arnaldur Indriðason

Metsölurithöfundurinn Arnaldur Indriðason ber höfuðið hátt þrátt fyrir að hárið á höfðinu vanti. Arnaldur hefur verið einn ástsælasti rithöfundur þjóðarinnar í mörg ár. 

Arnaldur Indriðason.
Arnaldur Indriðason. mbl.is/Árni Sæberg

Arnar Gunnlaugsson

Fyrst var hann knattspyrnuhetja á vellinum en nú er hann þekktur sem farsæll þjálfari. Það þarf ekki hár til þess að ná langt. 

Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Gylfi Þór Þor­steins­son

Gylfi Þór Þorsteinsson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, er ekki bara einn skemmtilegasti og hjartahlýjasti maður landsins. Hann er líka einn sá fallegasti og drýpur kynþokkinn af skallanum. 

Gylfi Þór Þorsteinsson.
Gylfi Þór Þorsteinsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is