Edda Björk Arnardóttir er enn í fangelsinu á Hólmsheiði. Edda hringdi í Ragnheiði Arnardóttur, systur sína, nú rétt eftir klukkan átta í morgun.
Edda Björk Arnardóttir er enn í fangelsinu á Hólmsheiði. Edda hringdi í Ragnheiði Arnardóttur, systur sína, nú rétt eftir klukkan átta í morgun.
Edda Björk Arnardóttir er enn í fangelsinu á Hólmsheiði. Edda hringdi í Ragnheiði Arnardóttur, systur sína, nú rétt eftir klukkan átta í morgun.
„Hljóðið í henni var ótrúlega gott. Hún bara trúði því varla að þetta hefði gerst. Þetta var bara lítill sigur, við höfum ekki fengið marga svoleiðis svo við fögnum hverjum sigri,“ segir Ragnheiður.
Edda situr í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði í tengslum við forsjárdeilu við barnsföður sinn.
Til stóð að lögregla myndi flytja Eddu úr landi í nótt en þegar Ragnheiði var gert viðvart í gærkvöldi mætti hún fylktu liði upp á Hólmsheiði.
Spurð hvort Edda hafi eitthvað sofið í nótt segir Edda nei. „Hún svaf ekki mikið. Við vorum vakandi hvor sínum megin við vegginn,“ segir Ragnheiður.
Ekki var með fullu ljóst hvort lögregla hafi náð að flytja Eddu frá fangelsinu áður en hópurinn mætti fyrir utan klukkan ellefu í gærkvöldi. Nú er hins vegar ljóst að Edda er enn á íslenskri grundu.
Beðið er eftir úrskurði Landsréttar, en Edda kærði úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir henni.