Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, kallar eftir því að aðilar vinnumarkaðarins, ríki og sveitarfélög setjist niður fyrr en seinna og reyni að finna grundvöll til að vinna að sameiginlegum samningsmarkmiðum fyrir komandi kjarasamninga.
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, kallar eftir því að aðilar vinnumarkaðarins, ríki og sveitarfélög setjist niður fyrr en seinna og reyni að finna grundvöll til að vinna að sameiginlegum samningsmarkmiðum fyrir komandi kjarasamninga.
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, kallar eftir því að aðilar vinnumarkaðarins, ríki og sveitarfélög setjist niður fyrr en seinna og reyni að finna grundvöll til að vinna að sameiginlegum samningsmarkmiðum fyrir komandi kjarasamninga.
Það sé vilji innan stjórnar Sambandsins að sveitarfélög stilli sig um gjaldskrárhækkanir ef vinnumarkaðnum auðnast að semja um hóflegar launahækkanir.
Þetta staðfestir Heiða í samtali við mbl.is.
„Við ræddum þetta á síðasta stjórnarfundi og bókuðum að við værum tilbúin til samtals ef það væri samstillt átak um það að gera langtímakjarasamninga þar sem við næðum saman um að allir héldu að sér höndum og þar með auðvitað við líka.“
Við höfum ekki leitt þetta eða stigið fast inn í það fyrr en við sjáum hvaða merki eru en við erum klárlega til í að vera þátttakendur í einhverju slíku átaki á íslenskum vinnumarkaði, engin spurning.
Segir Heiða að ganga þurfi úr skugga um að launakröfur og samningsmarkmið séu þannig að sveitarfélögin ættu að geta náð endum saman.
„Við getum ekki afsalað okkur tekjum þegar við vitum ekki alveg hver útgjöldin verða en ef við getum gert okkur betur grein fyrir því hvers er að vænta á næsta ári þá erum við til í að skoða allt sem við getum til að það verði hagstætt fyrir íslenskt atvinnulíf því við auðvitað græðum öll á því.
Stóra sameiginlega verkefnið er auðvitað að ná niður vöxtum og verðbólgu og tryggja að lífskjör í landinu haldi einhverjum stöðugleika.“
Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri sambandsins, tekur í sama streng. Hann segir í samtali við mbl.is að staðan sé einfaldlega þannig í íslensku samfélagi að öll þurfi að sýna ábyrgð.
„Það mun ekki liggja á okkur í sambandinu. Við munum taka þátt í því og reyna að leggja okkar hönd á plóg í þessu.“