„Ég íhuga nú að fara þess á leit við héraðsdóm hér í Noregi að skipa börnunum þremur réttargæslulögmann,“ segir Sjak R. Haaheim, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur í forræðisdeilu þeirra foreldranna, í samtali við mbl.is.
„Ég íhuga nú að fara þess á leit við héraðsdóm hér í Noregi að skipa börnunum þremur réttargæslulögmann,“ segir Sjak R. Haaheim, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur í forræðisdeilu þeirra foreldranna, í samtali við mbl.is.
„Ég íhuga nú að fara þess á leit við héraðsdóm hér í Noregi að skipa börnunum þremur réttargæslulögmann,“ segir Sjak R. Haaheim, lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur í forræðisdeilu þeirra foreldranna, í samtali við mbl.is.
Rökstyður hann þessar vangaveltur með því að réttindi barnanna sitji í fyrirrúmi í málinu, „réttur þeirra til að vera ekki rænt“, segir lögmaðurinn og gagnrýnir að stuðningshópur Eddu Bjarkar taki þann pól í hæðina að láta málið snúast um hana sjálfa.
„Það sem situr í fyrirrúmi hér í Noregi er réttur barnanna til verndar,“ segir Haaheim sem sjálfur hefur nýlokið hlutverki réttargæslumanns þriggja barna í öðru dómsmáli sem nú er rekið fyrir norska millidómstiginu lögmannsrétti.
Eins og mál barna Eddu Bjarkar standi núna telur lögmaðurinn tímabært að réttindi barnanna séu tryggð með skýrari hætti en verið hafi. „Það myndi réttargæslulögmaður hér í Noregi geta gert þegar réttarhöldin hefjast, þetta mál er keimlíkt öðru máli þar sem faðirinn nam börnin á brott og fór með þau til Súdan. Þau hafa enn ekki skilað sér til baka og nú er dómur væntanlegur í refsihluta þess máls,“ segir Haaheim sem vísaði til sama máls í samtali við mbl.is í fyrradag og kvað það myndu hafa fordæmisgildi í máli Eddu Bjarkar.
Þá kveðst hann furða sig á því að börnunum hafi ekki verið skipaður réttargæslumaður á Íslandi miðað við þá erfiðu stöðu sem þau eru í. „Málið snýst um börnin, ég ítreka það,“ segir Haaheim.
„Málið hefur fram til þessa snúist að mestu um móðurina. Hún sætir ákæru og gefst færi á að svara fyrir sig fyrir norskum dómstól, réttarhöldin verða opin og kjósi einhver úr stuðningshópi móðurinnar að sitja réttarhöldin við Héraðsdóm Telemark er viðkomandi hjartanlega velkomin(n), ég skal með gleði bjóða upp á kaffibolla. Norskir dómstólar hafa ekkert að fela og þar verður réttaröryggi móðurinnar sem barna hennar tryggt,“ segir lögmaðurinn að lokum.