Edda Björk í 30 daga gæsluvarðhaldi

Edda Björk í 30 daga gæsluvarðhaldi

Edda Björk Arnardóttir situr nú í 30 daga gæsluvarðhaldi í bænum Skien í Noregi. Þetta staðfestir Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Eddu Bjarkar, í samtali við mbl.is.

Edda Björk í 30 daga gæsluvarðhaldi

Forsjárdeila Eddu Bjarkar Arnardóttur | 2. desember 2023

Ljósmynd/Aðsend

Edda Björk Arnardóttir situr nú í 30 daga gæsluvarðhaldi í bænum Skien í Noregi. Þetta staðfestir Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Eddu Bjarkar, í samtali við mbl.is.

Edda Björk Arnardóttir situr nú í 30 daga gæsluvarðhaldi í bænum Skien í Noregi. Þetta staðfestir Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Eddu Bjarkar, í samtali við mbl.is.

Eins og fram hefur komið var Edda Björk framseld til Noregs og send þangað í gær eftir að Landsréttur staðfesti ákvörðun héraðsdóms um framsal hennar. 

Fær hálftíma á dag

Jóhannes Karl segir að Edda hafi fengið norskan verjanda, en hún sitji í fangelsinu og megi ekki tala við neinn, nema verjanda sinn í hálftíma á dag. 

„Þetta eru hennar kjör þar til kemur að norsku réttarhöldunum,“ segir Jóhannes Karl sem segir að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með niðurstöðu Landsréttar í málinu.

Hann segir að það sé rétt að dómsmálaráðherra Íslands geti ekki haft afskipti af málinu þegar það er komið á þetta stig, því nú er það alfarið komið í hendur norskra yfirvalda.

Synir Eddu Bjarkar eru í öruggum höndum á Íslandi að sögn Jóhannesar Karls. 

mbl.is