„Voða napurlegt“

„Voða napurlegt“

„Auðvitað finnst okkur þetta voða napurlegt, svona sérstaklega miðað við aðstæðurnar sem hún bjó við á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arn­ar­dótt­ur, sem sit­ur nú í 30 daga gæslu­v­arðhaldi í bæn­um Skien í Nor­egi. 

„Voða napurlegt“

Forsjárdeila Eddu Bjarkar Arnardóttur | 3. desember 2023

Fangelsið í Skien árið 2016. Norski fjölda­morðing­inn og þjóðernisöfgamaður­inn And­ers …
Fangelsið í Skien árið 2016. Norski fjölda­morðing­inn og þjóðernisöfgamaður­inn And­ers Behring Brei­vik sat í fang­els­inu í áratug. AFP

„Auðvitað finnst okkur þetta voða napurlegt, svona sérstaklega miðað við aðstæðurnar sem hún bjó við á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arn­ar­dótt­ur, sem sit­ur nú í 30 daga gæslu­v­arðhaldi í bæn­um Skien í Nor­egi. 

„Auðvitað finnst okkur þetta voða napurlegt, svona sérstaklega miðað við aðstæðurnar sem hún bjó við á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arn­ar­dótt­ur, sem sit­ur nú í 30 daga gæslu­v­arðhaldi í bæn­um Skien í Nor­egi. 

Ragnheiður segir að aðstæður Eddu Bjarkar á Hólmsheiði hafi verið mun betri en í norska fangelsinu. „Það hljómar að minnsta kosti þannig.“

Í samtali við mbl.is í gærkvöldi sagði Jó­hann­es Karl Sveins­son, lögmaður Eddu Bjark­ar, að hún mætti ekki tala við neinn nema verjanda sinn í hálftíma á dag. Norski fjölda­morðing­inn og þjóðernisöfgamaður­inn And­ers Behring Brei­vik sat í Skien-fang­els­inu í Telemark í áratug áður en fangelsinu var breytt í kvennafangelsi fyrr á árinu. 

Hér má sjá mynd frá árinu 2016 af fangaklefa í …
Hér má sjá mynd frá árinu 2016 af fangaklefa í fangelsinu. AFP

Ragnheiður hefur sjálf ekki heyrt í Eddu Björk, en maðurinn hennar og lögfræðingur hafa heyrt í henni eftir að hún var flutt í fangelsið. 

Líkt og áður sagði var gæsluvarðhaldið úrskurðað til 30 daga en Ragnheiður segir óvíst hvernig jólin verða hjá Eddu Björk.

„Miðað við það sem lögfræðingurinn segir þá getur verið að hún verði færð yfir á opinn gang, en við vitum það bara ekki, það er ekkert staðfest með það.“

Ragnheiður segir að sonum Eddu Bjarkar líði vel eftir því sem hún best veit. Á næstu dögum skýrist betur staða þeirra. 

mbl.is