Mæla ekki með göngum undir Reynisfjall

Reynisfjara | 4. desember 2023

Mæla ekki með göngum undir Reynisfjall

Vegagerðin mælir í nýrri umhverfismatsskýrslu ekki með því að grafin verði göng í gegnum Reynisfjall, heldur að Hringvegurinn um Vík verði norðan við bæjarstæðið og að núverandi vegur verði að hliðarvegi. Um Mýrdalinn er annaðhvort mælt með því að vegurinn verði um núverandi vegastæði eða litlu sunnar og fari beinni leið um Gatnabrún í stað þeirrar sveigju sem nú er þar upp.

Mæla ekki með göngum undir Reynisfjall

Reynisfjara | 4. desember 2023

Vík í Mýrdal. Fremst er Reynisfjall. Samkvæmt nýju mati Vegagerðarinnar …
Vík í Mýrdal. Fremst er Reynisfjall. Samkvæmt nýju mati Vegagerðarinnar er nú gert ráð fyrir að Hringvegurinn verði færður norður fyrir bæinn (vinstra megin), í stað þess að koma í jarðgöngum út við ströndina (hægra megin). mbl.is/Jónas Erlendsson

Vega­gerðin mæl­ir í nýrri um­hverf­is­mats­skýrslu ekki með því að graf­in verði göng í gegn­um Reyn­is­fjall, held­ur að Hring­veg­ur­inn um Vík verði norðan við bæj­ar­stæðið og að nú­ver­andi veg­ur verði að hliðar­vegi. Um Mýr­dal­inn er annaðhvort mælt með því að veg­ur­inn verði um nú­ver­andi vega­stæði eða litlu sunn­ar og fari beinni leið um Gatna­brún í stað þeirr­ar sveigju sem nú er þar upp.

Vega­gerðin mæl­ir í nýrri um­hverf­is­mats­skýrslu ekki með því að graf­in verði göng í gegn­um Reyn­is­fjall, held­ur að Hring­veg­ur­inn um Vík verði norðan við bæj­ar­stæðið og að nú­ver­andi veg­ur verði að hliðar­vegi. Um Mýr­dal­inn er annaðhvort mælt með því að veg­ur­inn verði um nú­ver­andi vega­stæði eða litlu sunn­ar og fari beinni leið um Gatna­brún í stað þeirr­ar sveigju sem nú er þar upp.

Um er að ræða svo­kallaða val­kosti 4 og 4b sem Vega­gerðin mæl­ir nú með. Er þetta and­stætt fyrri hug­mynd­um um veg um Reynis­hverfi og 1,3 km jarðgöng und­ir Reyn­is­fjall.

Vegagerðin mælir nú með að Hringvegurinn um Vík verði norðan …
Vega­gerðin mæl­ir nú með að Hring­veg­ur­inn um Vík verði norðan við bæj­ar­stæðið og um óbreytta leið um Mýr­dal eða færa veg­inn aðeins sunn­ar og fara beinni leið um Gatna­brún. Kort/​Vega­gerðin

Hag­kvæm­ari kost­ir en jarðgöng og minni um­hverf­isáhrif

Í um­hverf­is­mats­skýrslu Vega­gerðar­inn­ar seg­ir að þess­ir kost­ir séu nú fremst í röðinni vegna þess að þeir eru tals­vert hag­kvæm­ari en þrír aðrir val­kost­ir sem all­ir gera ráð fyr­ir nýj­um göng­um. Þá hafi val­kost­ir 4 og 4b einnig minni áhrif á um­hverfið, en all­ir val­kost­irn­ir eru tald­ir upp­fylla mark­mið fram­kvæmd­ar­inn­ar um bætt um­ferðarör­yggi, greiðfærni og færslu Hring­veg­ar­ins út fyr­ir þétt­býli.

Í skýrsl­unni er tekið fram að þegar horft er heild­stætt á þau atriði sem voru til skoðunar fyr­ir Vega­gerðina komi val­kost­ir 1/​1b, 2, 3 og 4/​4b all­ir til greina. Í því felst að Vega­gerðinni ber að stuðla að ör­ugg­um, sjálf­bær­um, greiðum og hag­kvæm­um sam­göng­um, en einnig að sam­göng­ur þró­ist í sam­ræmi við sam­fé­lags­leg og um­hverf­is­leg mark­mið.

Er tekið fram að val­kost­ur 5 komi minnst til móts við kröf­ur um bætt ör­yggi og greiðfærni og að veg­ur­inn verði færður út fyr­ir þétt­býlið, en það er óbreytt lega nú­ver­andi veg­ar, en með lag­fær­ing­um vest­an Reyn­is­fjalls.

Valkostir um Mýrdal og Vík ásamt afmörkun svæða sem njóta …
Val­kost­ir um Mýr­dal og Vík ásamt af­mörk­un svæða sem njóta vernd­ar eða hafa verið lögð fram sem til­lög­ur að vernd­ar­svæðum. Kort/​Vega­gerðin

Stofn­kostnaður tvö­falt hærri

Val­kost­ir 1/​1b, 2 og 3, sem allt eru val­kost­ir sem fara um nýtt vega­stæði nærri Reyn­is­fjöru og í gegn­um Reynis­hverfi og svo um jarðgöng­in, eru sagðir koma bet­ur út þegar þætt­irn­ir ör­yggi og greiðfærni eru skoðaðir, auk þess að koma til með að bæta teng­ing­ar milli svæða. Aft­ur á móti komi þess­ir val­kost­ir verr út þegar horft sé til hag­kvæmni og áhrifa á um­hverfið. Nefnt er að stofn­kostnaður sé tvö­falt hærri en hinir kost­irn­ir og stytt­ing Hring­veg­ar­ins óveru­leg.

Þá er tekið fram að gert sé ráð fyr­ir gjald­töku í jarðgöng­in, en að afar ólík­legt sé að hún muni standa und­ir fram­kvæmda­kostnaði.

Áhætta af ágangi sjáv­ar

Einnig er horft til áhættu af ágangi sjáv­ar. „Enn frem­ur er tek­in áhætta þegar byggður er veg­ur á svo út­settri strönd fyr­ir ágangi sjáv­ar sem Vík­ur­strönd er. Tölu­verður mun­ur er á því að verja byggð sem er í ákveðinni fjar­lægð frá strönd­inni sam­an­borið við það að verja veg sem er í fjör­unni,“ seg­ir í skýrsl­unni. Tekið er fram að hægt sé að minnka þessa óvissu og kostnað vegna strand­varna veru­lega með því að fylgja val­kosti 1, en það feli í sér teng­ingu inn­an þétt­býl­is Vík­ur.

Vegna þessa tel­ur Vega­gerðin þetta ekki raun­hæf­an mögu­leika sem stend­ur. „Í ljósi þess kostnaðar og áhættu sem fylg­ir val­kost­um sem fela í sér jarðgöng og veg um Vík­ur­strönd, get­ur Vega­gerðin ekki mælt með þeim á þessu stigi.“

Val­kost­ir 4/​4b eru hins veg­ar tald­ir upp­fylla mark­mið fram­kvæmd­ar­inn­ar um bætt um­ferðarör­yggi, greiðfærni og færslu Hring­veg­ar út fyr­ir þétt­býli. Þá eru þeir sagðir tals­vert hag­kvæm­ari en þeir val­kost­ir sem gera ráð fyr­ir jarðgöng­um. „Því tel­ur Vega­gerðin rétt að mæla með val­kosti 4 eða 4b,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Kort sem sýnir umferðarslys á Hringveginum um Mýrdal og að …
Kort sem sýn­ir um­ferðarslys á Hring­veg­in­um um Mýr­dal og að Vík á ár­un­um 2014-2022. Kort/​Vega­gerðin

Ára­tuga aðdrag­andi

Rifjað er upp að aðdrag­andi verk­efn­is­ins sé lang­ur og að umræða um jarðgöng­in hafi verið til umræðu í ára­tugi. Í grein­ar­gerð sam­starfs­nefnd­ar um sam­ein­ingu Dyr­hóla- og Hvamms­hrepps, sem sam­einuðust árið 1984, hafi meðal ann­ars verið talað fyr­ir því að stefna eigi að gerð nýs veg­ar nær strönd­inni með jarðgöng­um um Reyn­is­fjall.

Einnig hafi verið samþykkt ný veg­lína Hring­veg­ar­ins um Mýr­dal árið 2013 í aðal­skipu­lagi Mýr­dals­hrepps 2012-2028. Var þá horft til þess að veg­ur­inn myndi liggja suður fyr­ir Geita­fjall, meðfram Dyr­hóla­ós og í gegn­um Reyn­is­fjall í jarðgöng­um sunn­ar­lega í fjall­inu. Það er sam­bæri­legt við val­kosti 1/​1b og 3.

Ekki í forg­andi hjá Vega­gerðinni

Vega­gerðin vís­ar í skýrslu sinni á að í drög­um að sam­göngu­áætlun 2024-2038, sem Sig­urður Ingi Jó­hanns­son birti í sam­ráðsgátt í júlí í ár, komi fram að langt sé til að Hring­veg­ur um Reyn­is­fjall verði lag­færður. Er einnig vísað til þess að í tengsl­um við und­ir­bún­ing sam­göngu­áætlun­ar­inn­ar hafi til­laga Vega­gerðar­inn­ar að for­gangs­röðun jarðganga­kosta verið lögð fram, en þar séu göng um Reyn­is­fjall ekki met­in í for­gangi og önn­ur verk­efni tal­in brýnni.

Því er tal­in ástæða til að ráðast í lag­fær­ing­ar á Reyn­is­fjalli strax á ár­un­um 2029-2033. Sú fram­kvæmd nýt­ist veg­far­end­um strax með auknu ör­yggi og greiðfærni og teng­ist nokkr­um þeirra val­kosta sem lagðir eru fram í um­hverf­is­mat­inu,“ seg­ir í skýrsl­unni.

mbl.is