Falsaðir Ozempic-pennar komust ekki í umferð á Íslandi

Dagmál | 5. desember 2023

Falsaðir Ozempic-pennar komust ekki í umferð á Íslandi

Falsaðir Ozempic-pennar, sem Lyfjastofnun varaði við í október, komust ekki í dreifingu á Íslandi. Þetta staðfestir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í viðtali í Dagmálum. 

Falsaðir Ozempic-pennar komust ekki í umferð á Íslandi

Dagmál | 5. desember 2023

Falsaðir Ozempic-pennar, sem Lyfjastofnun varaði við í október, komust ekki í dreifingu á Íslandi. Þetta staðfestir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í viðtali í Dagmálum. 

Falsaðir Ozempic-pennar, sem Lyfjastofnun varaði við í október, komust ekki í dreifingu á Íslandi. Þetta staðfestir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í viðtali í Dagmálum. 

Lyfjastofnun Evrópu varaði við fölsuðum pennum á markaði og það sama gerði Lyfjastofnun hér á landi. 

Ozempic er sykursýkislyf sem einnig hefur verið til þyngdarstjórnunar. Skortur hefur verið á lyfinu síðustu mánuði.

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar.
Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Samsett mynd

Svartur markaður með lyf gæti stækkað

Rúna segir að vegna rekjanleika innan lyfjakerfisins hafi verið unnt að rekja fölsku pennana og tryggja að þeir færu ekki í umferð. Hún segist ekki hafa miklar áhyggjur af því að slík atvik verði tíðari vegna skorts á lyfinu. 

Heldur hefur hún meiri áhyggjur af því að svarti markaðurinn með slík lyf stækki. Unnt er að kaupa ýmis lyf af svörtum markaði á netinu og segir Rúna það meira vera lyf í töfluformi, frekar en stungulyf á borð við Ozempic. 

Mynd/Lyfjastofnun

Reglum breytt til að sporna við skorti

Sjúkratryggingar Íslands greindu frá því í morgun að reglum um greiðsluþátttöku hefði verið breytt. Um átta þúsund manns eru á lyfinu á Íslandi með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands. Þar að auki eru um fjögur þúsund sem nota lyfi að staðaldri, en uppfylla ekki skilyrði um greiðsluþátttöku. 

Hef­ur sú krafa verið gerð að ein­stak­ling­ar með syk­ur­sýki týpu 2 prófi fyrst önn­ur syk­ur­sýk­is­lyf í hálft ár áður en þeir fá þessi lyf upp­áskrifuð.

Þá hef­ur einnig verið ákveðið að hætta greiðsluþátt­töku vegna Sax­enda sem meðferð gegn offitu, þar sem Wegovy hef­ur skilað betri ár­angri og er ódýr­ara.

mbl.is