Lögð inn á spítala vegna Ozempic-notkunar

Raunveruleikaþættir | 5. desember 2023

Lögð inn á spítala vegna Ozempic-notkunar

Nýlega var raunveruleikastjarnan Jennifer Fessler lögð inn á spítala vegna alvarlegra aukaverkana af „töfralyfinu“ í Hollywood, sykursýkislyfinu Ozempic.

Lögð inn á spítala vegna Ozempic-notkunar

Raunveruleikaþættir | 5. desember 2023

Real Housewives of New Jersey-stjarnan Jennifer Fessler var nýverið lögð …
Real Housewives of New Jersey-stjarnan Jennifer Fessler var nýverið lögð inn á spítala vegna Ozempic-notkunar. Skjáskot/Instagram

Nýlega var raunveruleikastjarnan Jennifer Fessler lögð inn á spítala vegna alvarlegra aukaverkana af „töfralyfinu“ í Hollywood, sykursýkislyfinu Ozempic.

Nýlega var raunveruleikastjarnan Jennifer Fessler lögð inn á spítala vegna alvarlegra aukaverkana af „töfralyfinu“ í Hollywood, sykursýkislyfinu Ozempic.

Fessler fer með hlutverk í raunveruleikaþáttunum Real Housewives of New Jersey og heldur einnig úti hlaðvarpinu Two Jersey Js þar sem hún opnaði sig á dögunum um notkun á lyfinu sem ætlað er sykursjúkum til að léttast. Hins vegar hafa fjölmargar Hollywood-stjörnur notað lyfið í þeim tilgangi, en því geta þó fylgt ýmsar aukaverkanir. 

„Ég hef verið á, og ég ætla ekki að kalla það Ozempic – það hefur verið notað sem regnhlífahugtakið. En ég hef verið á semaglútíð í meira en ár núna og ég hef grennst kannski um 22 kíló,“ sagði Fessler, en semaglútíð er virka efnið í lyfjum eins og Ozempic.

„Ég er ekki hrædd við Ozempic en ég skal segja ykkur að ég hef upplifað reynslu sem var ekki góð – og ég er nokkuð viss um að það hafi verið vegna semaglútíðsins – þar sem ég þurfti að fara á spítala vegna sýkingar í þörmum ... og ég er samt ekki hrædd við lyfið,“ bætti hún við. 

Léttist á pitsu, beyglum og ís

Fessler útskýrði að ein af aukaverkunum lyfsins geti verið hægðatregða sem hún hafi sjálf upplifað í nokkurn tíma. „Ég drakk ekkert vatn, borðaði ekkert grænmeti vegna þess að það sem var að gerast var ný reynsla fyrir mig, að geta borðað það sem ég vil, jafnvel þegar það er ekki hollasti kosturinn, og samt verið að léttast. Svo í fyrsta skipti á ævinni var ég að léttast á pitsu, beyglum og ís,“ útskýrði hún. 

„Að því sögðu tók ég eftir því að ég var með hægðatregðu en gerði ekkert í því,“ sagði hún. „Ég hafði ekki farið á klósettið í viku, og síðan voru liðnar ein og hálf vika.“

Eftir spítalainnlögnina segist Fessler ekki hafa átt í vandræðum með hægðatregðu, en hún viðurkennir þó að hún hafi upplifað aðra algenga aukaverkun af lyfinu sem er vöðvatap. Þá sagðist hún einnig hafa áttað sig á að það væri ekki hollt að léttast með því að taka lyf en lifa svo á frönskum og óhollri fæðu, en núna hefur hún ráðið einkaþjálfara og ætlar að huga betur að lífsstíl sínum. 

mbl.is