Nóttin rétt slapp við að taka Píratann á þetta!

Hverjir voru hvar | 5. desember 2023

Nóttin rétt slapp við að taka Píratann á þetta!

Nóttin er ennþá að jafna sig eftir helgina. Það tekur á að taka tvistinn en góðu fréttirnar eru þær að Nóttin tók alls ekki Píratann á þetta. Engin of löng salernisferð og engin handtaka. Fyrir það er hægt að þakka vel og lengi þótt timburmenn séu ennþá að trufla dagleg störf og það sé kominn þriðjudagur. 

Nóttin rétt slapp við að taka Píratann á þetta!

Hverjir voru hvar | 5. desember 2023

Snorri Másson, Nadine Guðrún Yaghi, Jakob Frímann Magnússon, Birna Rún …
Snorri Másson, Nadine Guðrún Yaghi, Jakob Frímann Magnússon, Birna Rún Gísladóttir, Ásgeir Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson brugðu undir sig betri fætinum um helgina. Samsett mynd

Nóttin er ennþá að jafna sig eftir helgina. Það tekur á að taka tvistinn en góðu fréttirnar eru þær að Nóttin tók alls ekki Píratann á þetta. Engin of löng salernisferð og engin handtaka. Fyrir það er hægt að þakka vel og lengi þótt timburmenn séu ennþá að trufla dagleg störf og það sé kominn þriðjudagur. 

Nóttin er ennþá að jafna sig eftir helgina. Það tekur á að taka tvistinn en góðu fréttirnar eru þær að Nóttin tók alls ekki Píratann á þetta. Engin of löng salernisferð og engin handtaka. Fyrir það er hægt að þakka vel og lengi þótt timburmenn séu ennþá að trufla dagleg störf og það sé kominn þriðjudagur. 

Það er alltaf gott að vera með skýr markmið og Nóttin ætlaði svo sannarlega að kjarna sig en svo rann það út í sandinn eins og svo margt annað. Svo kom fössari - en hann getur verið svo hættulegur. 

Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi.
Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi. Ljósmynd/Samsett

Áður en Nóttin vissi af var hún einhvern veginn búin að skrópa í „hotfit“ og komin á gleðistund með búbblur, gerviaugnhár og Dyson-að hár! Týpuálag yfir hættumörk myndi einhver segja. Nóttin var þó alls ekki eins og jólatré í júlí því Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi voru jafnvel ennþá meira glansandi þar sem þau löbbuðu inn á Uppi bar. Á svipuðum slóðum var Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon og hans fallega eiginkona, Birna Rún Gísladóttir. Þar sást líka glitta í kærustuparið Ingu Tinnu Sigurðardóttur og Loga Geirsson. 

Logi Geirsson og Inga Tinna Sigurðardóttir.
Logi Geirsson og Inga Tinna Sigurðardóttir. Samsett mynd
Birna Rún Gísladóttir og Jakob Frímann Magnússon.
Birna Rún Gísladóttir og Jakob Frímann Magnússon. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Veitingastaðurinn Apótekið stendur alltaf fyrir sínu en þar var Eva Dögg Sigurgeirsdóttir tískudrottning með rauðan varalit og í vel pússuðum Gucci-skóm. Aflaklóin Anna Margrét Kristinsdóttir var ekki langt undan og þar var líka förðunarfræðingurinn Hanna Maja. 

Á Apótekinu var mikið af spariklæddu fólk sem ætlar, líkt og Nóttin, ekki að missa af neinu í desmber. Kvöldið endaði á Kjarval þar sem lýtalæknirinn Hannes Sigurjónsson glansaði ásamt kollegum sínum. 

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásgeir Jónsson kom til bjargar! 

Nóttin var svolítið ryðguð þegar hún rankaði úr rotinu á laugardagsmorguninn. Það var tvennt í stöðunni. Annaðhvort að opna bjór og hella einum köldum í sig eða fara út í göngutúr. Þótt Nóttin geti verið óskynsöm á köflum þá valdi hún seinni kostinn í þetta skiptið. Laugardalurinn skartaði sínu allra besta þennan laugardag og Nóttin verður að játa að hún hresstist töluvert þegar hún rakst á best klædda bankamanninn, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra, á göngu með hundinn sinn. Hann var eitthvað svo sprækur að Nóttin steingleymdi því að hún væri ekki alveg upp á sitt besta. Að vera upp á sitt besta er líka bara hugarástand.  

Ingibjörg Pálamdóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fóru á ABBA-sýningu í …
Ingibjörg Pálamdóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fóru á ABBA-sýningu í Lundúnum. Ljósmynd/Sverrir Vilhelmsson

Þessi göngutúr var svo hressilegur að áður en Nóttin vissi af var hún búin að Dyson-a hárið, í fimmta skiptið í röð í þessari viku, og búin að troða sér í Skims-samfellu og í rauðan pallíettukjól sem var ennþá með miðanum á og fannst aftast í fataskápnum - undir þremur öðrum kjólum sem voru líka með miðanum á. Bömmer! Samt ekki. Svona geta glundroðakennd innkaup aldeilis bjargað Nóttinni þegar hún á síst von á. 

Kamilla Einarsdóttir.
Kamilla Einarsdóttir.

Þessi rauði pallíettukjóll hefði reyndar passað betur á ABBA-tónleikunum sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir voru á í Lundúnum um helgina ásamt Svövu Johansen, Birni Sveinbjörnssyni kærasta hennar, Svavari Erni og Danna hárgreiðslugoðsögnum. En kjóllinn fór ekkert lengra en á Fjallkonuna þar sem fjörið var mikið. Á sama stað var Sveppi og hans glæsilega konaÍris Ösp Bergþórsdóttir. Hann var eitthvað svo sætur að Nóttina langaði að taka sveppadýfuna í kjöltuna á honum! 

Jón Gunnar Jónsson.
Jón Gunnar Jónsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Eftir Fjallkonuna þurfti Nóttin að hleypta djammnjálgnum út og það er hvergi betra að fá útrás fyrir hann en einmitt á Röntgen. Þar var Kamilla Einarsdóttir, heitasta einhleypa kona Íslands, Sverrir Norland rithöfundur og allskonar mjög töff fólk. Þarna var Nóttin orðin aðeins of hress og ákvað að láta renna aðeins af sér með því að labba yfir á Kalda bar. Þar var Jón Gunnar Jónsson hjá Bankasýslunni sem virtist skemmta sér vel þótt hann væri náttúrlega ekki að taka Píratann á þetta! 

Sigmar Guðmundsson.
Sigmar Guðmundsson. Ljósmynd/Aðsend

Daginn eftir vaknaði Nóttin og áttaði sig á því, sér til mikillar skelfingar, að það væri fyrsti í aðventu. Hvert fer fólk í örvæntingu til að komast í jólastemningu? Jú auðvitað í Blómaval. Þangað fer fólk ef það þráir að eignast eitthvað nýtt. Eina sem Nóttina langaði í var jólastjarnan sem Sigmar Guðmundsson Viðreisnarfoli hélt á. 

mbl.is