Nýjasta stikla True Detective vekur mikla athygli

True Detective á Íslandi | 5. desember 2023

Nýjasta stikla True Detective vekur mikla athygli

Ný og skuggaleg stikla úr nýjustu þáttaröð True Detective var gefin út í gær. Stiklan er úr fjórðu þáttaröð framhaldsþáttanna, True Detective: Night Country, sem að stórum hluta voru teknir upp hér á landi.

Nýjasta stikla True Detective vekur mikla athygli

True Detective á Íslandi | 5. desember 2023

Jodie Foster leikur aðalhlutverkið í fjórðu þáttaröð True Detective.
Jodie Foster leikur aðalhlutverkið í fjórðu þáttaröð True Detective.

Ný og skuggaleg stikla úr nýjustu þáttaröð True Detective var gefin út í gær. Stiklan er úr fjórðu þáttaröð framhaldsþáttanna, True Detective: Night Country, sem að stórum hluta voru teknir upp hér á landi.

Ný og skuggaleg stikla úr nýjustu þáttaröð True Detective var gefin út í gær. Stiklan er úr fjórðu þáttaröð framhaldsþáttanna, True Detective: Night Country, sem að stórum hluta voru teknir upp hér á landi.

Óskarsverðlaunaleikkonan Jodie Foster fer með aðalhlutverk í þáttunum, en hún túlkar lögreglukonuna Liz Danvers. Tökur þáttanna fóru að mestu fram í Keflavík og á Dalvík, en stöðunum var breytt í smábæinn Ennis í Alaska. 

Í stiklunni má sjá Foster í hlutverki sínu ásamt meðleikurum berjast við að leysa erfitt mannhvarfsmál í ógnvekjandi myrkri Alaska. Stiklan hefur fengið tæplega fjórar milljónir áhorfa á innan við sólarhring. 

Þáttaserían verður frumsýnd 14. janúar 2024. 

mbl.is