Bragðmikil og nærandi gulrótasúpa

Uppskriftir | 6. desember 2023

Bragðmikil og nærandi gulrótasúpa

Þessi dásamlega gulrótasúpa er bæði bragðmikil og nærandi á vel við á köldum vetrardegi í upphafi nýrrar viku. Uppskriftin kemur úr smiðju Sigurveigar Káradóttur matgæðings sem rekur kaffihús í Safnahúsinu en súpuna gerði hún fyrir Sölufélag garðyrkjubænda.  Íslenska grænmetið er einstaklega gott í matarmiklar súpur og er upplagt að prófa sig áfram í súpugerðinni. 

Bragðmikil og nærandi gulrótasúpa

Uppskriftir | 6. desember 2023

Þessi gulrótasúpa lítur vel út.
Þessi gulrótasúpa lítur vel út. Ljósmynd/Sölufélag garðyrkjubænda

Þessi dásamlega gulrótasúpa er bæði bragðmikil og nærandi á vel við á köldum vetrardegi í upphafi nýrrar viku. Uppskriftin kemur úr smiðju Sigurveigar Káradóttur matgæðings sem rekur kaffihús í Safnahúsinu en súpuna gerði hún fyrir Sölufélag garðyrkjubænda.  Íslenska grænmetið er einstaklega gott í matarmiklar súpur og er upplagt að prófa sig áfram í súpugerðinni. 

Þessi dásamlega gulrótasúpa er bæði bragðmikil og nærandi á vel við á köldum vetrardegi í upphafi nýrrar viku. Uppskriftin kemur úr smiðju Sigurveigar Káradóttur matgæðings sem rekur kaffihús í Safnahúsinu en súpuna gerði hún fyrir Sölufélag garðyrkjubænda.  Íslenska grænmetið er einstaklega gott í matarmiklar súpur og er upplagt að prófa sig áfram í súpugerðinni. 

Gulrótasúpa

  • 2-3 msk. ólífuolía
  • 2-3 msk. smjör
  • 200 g laukur
  • 100 g sellerí
  • 50 ml hvítvínsedik
  • 1 kg gulrætur
  • 2 msk. sykur (má sleppa)
  • 1-2 tsk. túrmerik
  • 2-3 hvítlauksrif
  • 1-1 ½ lítri vatn/grænmetiskraftur
  • 3-4 lárviðarlauf
  • 1 búnt fersk steinselja

Aðferð:

  1. Skerið lauk og sellerí niður, fremur smátt og setjið í pott ásamt ólífuolíu og ögn af sjávarsalti.
  2. Leyfið að glæðast um stund.
  3. Á meðan skulið þið skera gulræturnar fremur smátt og bætið þeim síðan í pottinn ásamt smjörinu og sykri og túrmerki.
  4. Leyfið að brúnast aðeins í pottinum og taka smá lit áður en þið bætið saman við smátt söxuðum hvítlauknum.
  5. Hellið næst hvítvínsedikinu í pottinn og leyfið að gufa aðeins upp áður en þið bætið kraftinum saman við.
  6. Látið malla á meðalhita, þar til grænmetið er fullsoðið.
  7. Bætið þá steinseljunni saman við, veiðið lárviðarlaufin upp úr og maukið súpuna.
  8. Setið aftur í pottinn, kryddið til og hitið að nýju.
  9. Berið fram og njótið.
mbl.is