Er í lagi að nota jólasveininn sem agatæki?

Uppeldisráð | 6. desember 2023

Er í lagi að nota jólasveininn sem agatæki?

Á dögunum birtist áhugaverð færsla á Instagram-reikningnum Foreldrapælingar sem haldið er úti af Jasmín sem er með BS-gráðu í sálfræði og stundar meistaranám í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf. Færslan snýr að jólasveininum og hefur vakið mikla athygli. 

Er í lagi að nota jólasveininn sem agatæki?

Uppeldisráð | 6. desember 2023

Jólasveinninn er stór partur af jólum margra.
Jólasveinninn er stór partur af jólum margra. Ljósmynd/Pexels/Cottonbrostudios

Á dögunum birtist áhugaverð færsla á Instagram-reikningnum Foreldrapælingar sem haldið er úti af Jasmín sem er með BS-gráðu í sálfræði og stundar meistaranám í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf. Færslan snýr að jólasveininum og hefur vakið mikla athygli. 

Á dögunum birtist áhugaverð færsla á Instagram-reikningnum Foreldrapælingar sem haldið er úti af Jasmín sem er með BS-gráðu í sálfræði og stundar meistaranám í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf. Færslan snýr að jólasveininum og hefur vakið mikla athygli. 

„Jólasveinninn vill að öllum börnum líði vel. Stundum þarf maður að fá að gráta eða öskra til að líða vel!“ skrifar hún við fyrstu myndina í myndaröðinni. 

Á næstu mynd fer Jasmín yfir það sem breytist í desember, en hún nefnir eftirfarandi hluti:

  • Jólasveinninn kemur
  • Álfur kemur
  • Meira af nammi og kökum
  • Meiri læti
  • Dagatöl, hvernig sem þau eru
  • Fleiri búðir sem þarf að fara í
  • Meiri streita/álag á foreldrum
  • Fleiri fjölskyldusamverustundir
  • Meiri tónlist
  • Meiri skjátími
  • Nóg af spennandi hlutum fram undan

„Það skiptir ekki máli hversu mörg atriði þú getur merkt við, bara vera meðvitaður um að það eru alls konar breytingar sem eiga sér stað. Breytingar, pressa, álag, spenna og kvíði leiða oft til erfiðari tilfinningastjórnunar. Börn þurfa einhvers staðar að fá að losa þessar tilfinningar,“ bætir hún við. 

„Við skulum ekki gleyma því að börn eru bara börn sem eru alltaf að gera sitt besta. Ég veit að jólasveinninn er þægilegt agatæki til að grípa í þegar það er nóg að gera hjá okkur. En við verðum að setja raunhæfar kröfur á tilfinningar barnanna,“ skrifar hún að lokum. 

mbl.is