Á dögunum birtist umfjöllun um íslenskt sumarhús á Suðurlandi í virtu erlendu hönnunartímariti, Dwell Magazine.
Á dögunum birtist umfjöllun um íslenskt sumarhús á Suðurlandi í virtu erlendu hönnunartímariti, Dwell Magazine.
Á dögunum birtist umfjöllun um íslenskt sumarhús á Suðurlandi í virtu erlendu hönnunartímariti, Dwell Magazine.
Sumarhúsið er í eigu Gylfa Óskarssonar og hafði verið notað af fjölskyldunni til margra ára. Árið 2020 var hins vegar ákveðið að stækka bústaðinn og var arkitektinn Hlynur Sævarsson hjá teiknistofunni Gláma Kím fenginn í verkið.
Á heimasíðu Gláma Kím kemur fram að sumarhúsið hafi verið smíðað fyrir rúmum 40 árum síðan, en að hugmyndin að viðbyggingunni hafi kviknað þegar fjölskyldan fór stækkandi. Viðbyggingin er staðsett aftan við eldri hluta hússins og eru þau tengd með tengigangi.
Húsið er klætt með standandi greniklæðningu sem hefur verið máluð með oxírauðum lit, en í tímaritinu er fjallað um litinn og arfleið hans til Svíþjóðar á skemmtilegan máta. Viðbyggingin er einkar formfögur með aukinni lofthæð og góðum gluggum. Hann er klæddur með ljósum við sem skapar notalega stemningu og bæði björt og stílhrein rými.