Jólacrêpes með frönsku ívafi

Uppskriftir | 7. desember 2023

Jólacrêpes með frönsku ívafi

Anna Mar­grét Ólafs­dótt­ir, sjálf­stætt starf­andi mynd­list­ar - og sviðslista­kona og stofnandi AMO hef­ur alltaf haft mik­inn áhuga á franskri matarmenningu og leyft okkur landsmönnum að njóta þess.

Jólacrêpes með frönsku ívafi

Uppskriftir | 7. desember 2023

Crêpesjólarósin, pönnukakan, er brotin saman í eins konar jólarós og …
Crêpesjólarósin, pönnukakan, er brotin saman í eins konar jólarós og fullkomin í desert um hátíðirnar. mbl.is/Eyþór Árnason

Anna Mar­grét Ólafs­dótt­ir, sjálf­stætt starf­andi mynd­list­ar - og sviðslista­kona og stofnandi AMO hef­ur alltaf haft mik­inn áhuga á franskri matarmenningu og leyft okkur landsmönnum að njóta þess.

Anna Mar­grét Ólafs­dótt­ir, sjálf­stætt starf­andi mynd­list­ar - og sviðslista­kona og stofnandi AMO hef­ur alltaf haft mik­inn áhuga á franskri matarmenningu og leyft okkur landsmönnum að njóta þess.

Hún kann að baka alvöru crêpes og hefur verið iðin við að koma á ýmsa matartengda viðburði og töfra fram crêpes, bæði sætar og ósætar. Nú þegar jólin nálgast óðfluga er hún auðvitað búin að fullkomna jólacrêpes sem eiga án efa eftir að slá í gegn hjá öllum sælkerum.

Anna Margrét segist vera mikið jólabarn og það breytist ekki með hækkandi aldri. „Það sem ég kann helst að meta við jólin er maturinn og samverustundir með fjölskyldunni. Uppáhaldið mitt við jólin er að vakna í kyrrðinni á jóladag og lesa nýja bók sem ég fékk í jólagjöf uppi í rúmi.“

Anna Margrét Ólafsdóttir er þekkt fyrir sínar ljúffengu crêpes. Um …
Anna Margrét Ólafsdóttir er þekkt fyrir sínar ljúffengu crêpes. Um hátíðirnar ætlar hún að bjóða upp á nýja uppskrift að jólacrêpes sem hún bakar af sinni alkunnu snilld. Eyþór Árnason

Óvænt eggjakaka á franska vísu í desert

Ákveðnar jólahefðir í matargerð eru ríkjandi hjá fjölskyldu hennar og það þykir Önnu Margréti vænt um. „Fjölskyldan mín hefur borðað rjúpu á aðfangadag síðan ég man eftir mér. Í eftirrétt er síðan áhugaverð kaka sem langamma mín og systir hennar komust í kynni við í París árið 1950. Þær voru á veitingastað og pöntuðu sér í eftirrétt eitthvað sem hét „ommelette surprise“ eða óvænt eggjakaka. Þær voru svo hrifnar af eftirréttinum að þær ákváðu að bera hann fram á aðfangadag. Hefur hann síðan þá verið jóladesert fjölskyldunnar og í uppáhaldi allra. Á ensku kallast þessi eftirréttur „baked Alaska“. Þetta er svampbotn smurður með heimagerðri rifsberjasultu úr garðinum. Ofan á svampbotninn fer fjall af heimagerðum vanilluís í miðjuna, síðan eru eggjahvítur hrærðar með sykri látnar þekja ísinn. Svo er kakan sett inn í brennheitan ofn í eina til tvær mínútur, rétt nóg til að eggjahvíturnar brúnist en áður en ísinn bráðnar,“ segir Anna Margrét.

Nýi uppáhaldsforrétturinn minn á jóladag

Aðspurð segir Anna Margrét að haldið verði í hefðirnar á aðfangadagskvöld. „Fjölskyldan mín heldur fast í hefðir þannig að ég býst við að hann verði eins og vanalega. Ásamt rjúpunum er borið fram waldorf-salat, brúnaðar kartöflur, rifsberjasulta og rjómalöguð sósa úr rjúpusoðinu. Nýja uppáhaldið mitt er forréttur sem pabbi hefur gert nokkrum sinnum á jóladag. Þá dýfir hann skorpulausum brauðsneiðum ofan í hvítlaukssmjör og raðar humarbitum á miðja brauðsneiðina. Síðan rúllar hann brauðsneiðinni upp með humrinum inni í, parmesan ofan á og setur inn í ofn. Svo dýfir maður heitum humarrúllunum í hvítlaukssósu og borðar. Nóg af smjöri, nóg af hvítlauk, nóg af humri, gerist ekki betra.“

Handtökin við pönnukökugerðin er hrein list og gaman að fylgjast …
Handtökin við pönnukökugerðin er hrein list og gaman að fylgjast með Önnu Margréti töfra fram þessa girnilegu pönnukökur og ilmurinn er svo lokkandi. mbl.is/Eyþór Árnason
Ilmurinn er svo lokkandi og ótrúlega skemmtileg upplifun að fylgjast …
Ilmurinn er svo lokkandi og ótrúlega skemmtileg upplifun að fylgjast með Önnu Margréti töfra fram crêpes á ekta franska vísu. mbl.is/Eyþór Árnason
mbl.is/Eyþór Árnason

Jólacrêpes sem við kærasta mín settum saman

Um hátíðirnar ætlar Anna Margrét að bjóða upp á nýja uppskrift að jólacrêpes og gera enn betur og leyfa fleirum að njóta. „Ég ætla að bjóða upp á jólacrêpes í Jólaþorpi Hafnarfjarðarbæjar um helgar fyrir jólin. Þetta er ný uppskrift sem við kærasta mín settum saman. Inn í pönnukökuna fara epli sem bökuð eru með kanilsykri og ristaðar jólahnetur. Pönnukakan er síðan brotin saman í eins konar jólarós. Með pönnukökunni fer vanilluís og saltkaramellusósa og aukahnetur til hliðar. Galdurinn í bragðinu felst í hnetunum,“ segir Anna Margrét, sem er orðin mjög spennt að sjá hvernig viðtökurnar verða.

Sjáið jólarósina.
Sjáið jólarósina. mbl.is/Eyþór Árnason

Jólacrêpes að hætti Önnu Margrétar

  • 2 tsk. rósmarín
  • 70 g smjör
  • 70 g púðursykur
  • 3 tsk. salt
  • ½ tsk. engifer
  • ½ tsk. kummín (cumin)
  • 1/3 tsk. cayennepipar
  • 2 msk. hunang
  • 2 msk. vatn
  • 2 tsk. matarolía
  • 400 g hnetumix

Aðferð:

  1. Öllu er blandað saman á pönnu við háan hita þar til orðið að karamellu.
  2. Hitið 400 grömm af hnetum létt í ofni. Við notum salthnetur, pekanhnetur og valhnetur.
  3. Setjið síðan hneturnar út á pönnuna og blandið við karamelluna þar til erfitt er að skilja í sundur á pönnunni.
  4. Setjið þá hnetumixið á bökunarplötu og látið kólna.
  5. Þegar mixið hefur kólnað, saxið það þá niður svo auðveldara sé að strá því yfir.
  6. Jólalegt og spicy hnetumix sem getur verið góð viðbót við hvað sem er.
Hnetublandan er galdurinn í nýju upp- skriftinni og þær koma …
Hnetublandan er galdurinn í nýju upp- skriftinni og þær koma með jólabragðið mbl.is/Eyþór Árnason
mbl.is