Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) og Sjómanna og vélstjórafélag Grindavíkur (SVG) hafa ákveðið að slíta kjarasamningsviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Í tilkynningu á vef VM er fullyrt að viðræðurnar hafa reynst árangurslausar og að samninganefnd VM hyggst nú ráðfæra sig við félagsmenn um næstu skref.
Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) og Sjómanna og vélstjórafélag Grindavíkur (SVG) hafa ákveðið að slíta kjarasamningsviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Í tilkynningu á vef VM er fullyrt að viðræðurnar hafa reynst árangurslausar og að samninganefnd VM hyggst nú ráðfæra sig við félagsmenn um næstu skref.
Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) og Sjómanna og vélstjórafélag Grindavíkur (SVG) hafa ákveðið að slíta kjarasamningsviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Í tilkynningu á vef VM er fullyrt að viðræðurnar hafa reynst árangurslausar og að samninganefnd VM hyggst nú ráðfæra sig við félagsmenn um næstu skref.
Vélstjórar felldu í mars því sem kallað var „tímamótasamningur“ við SFS með 59,72% atkvæða gegn 38,16%. Teknar voru upp viðræður á ný í haust og hafa viðræður aðallega snúist um tímakaup vélstjóra í landi. „Að loknum síðasta fundi aðila, sem haldinn var á þriðjudag, lýstu fulltrúar launamanna yfir árangursleysi,“ segir í tilkynningunni.
„Það eru mikil vonbrigði að vilji útgerðarmanna til að leiðrétta laun vélstjóra þegar skipin eru bundin við bryggju sé ekki meiri en raun ber vitni. Laun þeirra hafa staðið í stað frá árinu 2019. Á þessum tíma hefur verðlag í landinu hækkað um 43%.“