Brauðmeti og bakkelsi sem færa þér jólin

Kynning | 8. desember 2023

Brauðmeti og bakkelsi sem færa þér jólin

Bakarameistarinn hefur verið í fararbroddi í bakstri á brauðmeti og bakkelsi í yfir 45 ár. Þrátt fyrir að verslanir Bakarameistarans séu yfirfullar af gómsætum kræsingum allt árið um kring þá færist vöruúrvalið í jólabúning í aðdraganda jóla þar sem boðið er upp á ómótsæðilegt góðgæti sem minnir bragðlaukana á jólin.

Brauðmeti og bakkelsi sem færa þér jólin

Kynning | 8. desember 2023

Sigþór Andri Sigþórsson, bakari hjá Bakarameistaranum.
Sigþór Andri Sigþórsson, bakari hjá Bakarameistaranum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bakarameistarinn hefur verið í fararbroddi í bakstri á brauðmeti og bakkelsi í yfir 45 ár. Þrátt fyrir að verslanir Bakarameistarans séu yfirfullar af gómsætum kræsingum allt árið um kring þá færist vöruúrvalið í jólabúning í aðdraganda jóla þar sem boðið er upp á ómótsæðilegt góðgæti sem minnir bragðlaukana á jólin.

Bakarameistarinn hefur verið í fararbroddi í bakstri á brauðmeti og bakkelsi í yfir 45 ár. Þrátt fyrir að verslanir Bakarameistarans séu yfirfullar af gómsætum kræsingum allt árið um kring þá færist vöruúrvalið í jólabúning í aðdraganda jóla þar sem boðið er upp á ómótsæðilegt góðgæti sem minnir bragðlaukana á jólin.

„Við erum mjög stolt af jólavörunni okkar enda klassísk og góð vara þó ég segi sjálfur frá. Íslenskt smjör er í hávegum haft og öll jólavaran okkar er handgerð af mikilli natni,“ segir Sigþór Andri Sigþórsson bakari hjá Bakarameistaranum.

Hjá Bakarameistaranum er ferskleikinn í fyrirrúmi.
Hjá Bakarameistaranum er ferskleikinn í fyrirrúmi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jólakræsingar órjúfanlegur hluti jólanna

Að sögn Sigþórs eru nokkrar jólavörur hjá Bakarameistaranum sem eru vinsælli en aðrar og mörgum þykir órjúfanlegur hluti jólahátíðarinnar. 

„Lagterturnar okkar eru gífurlega vinsælar. Um er að ræða fjölskylduuppskrift sem kemur frá langömmu minni Rósu Árnadóttur á Húsavík,“ segir Sigþór sem er sá þriðji í Bakarameistarafjölskyldunni sem útskrifast sem bakari í beinan karllegg.

„Við bjóðum upp á þrjár tegundir af lagtertum; brúna með smjörkremi og sveskjusultu, og svo bara með smjörkremi og svo hvítar lagtertur með sveskjusultu,“ segir hann en að hans sögn eru smákökurnar frá Bakarameistaranum ekki síður vinsælar, ásamt ávaxtakökunum og Stollen-jólabrauðinu sem þykir eitt það allra jólalegasta sem fólk fær.

Lagterturnar frá Bakarameistaranum eru gerðar eftir gamalli fjölskylduuppskrift og eru …
Lagterturnar frá Bakarameistaranum eru gerðar eftir gamalli fjölskylduuppskrift og eru sérlega gómsætar. Ljósmynd/Bakarameistarinn

„Stollen er upphaflega þýskt jólabrauð og til í óteljandi tegundum. Brauðið inniheldur kokteilávexti og rúsínur sem fá að liggja í rommi í nokkrar vikur, marsípan, og er svo toppað með flórsykri sem gerir það rosalega jólalegt og fallegt á jólaborði. Svo þegar það er sneitt niður þá blasa við litríkir kokteilávextir.“

Sigþór segir smákökurnar frá Bakarameistaranum algerlega hafa fest sig í sessi hjá íslensku þjóðinni. Enda með eindæmum þægilegt að þurfa ekki að standa í margra sorta smákökubakstri á annasömum tíma en geta samt fengið rétta bragðið af jólunum.

„Bessastaðakökurnar, súkkulaðibitakökurnar og mömmukökurnar eru sérstaklega vinsælar. Þá er ekki hægt að nefna vinsælustu vörurnar nema minnast á ensku ávaxtakökuna sem er gljáð með koníaki en þeir allra hörðustu halda áfram að marinera hana fram að jólum,“ segir Sigþór og bendir á að gaman sé að gleðja ástvini sína með gómsætri gjöf á þessum annasama árstíma.

Smákökurnar hafa löngu fest sig í sessi hjá íslensku þjóðinni.
Smákökurnar hafa löngu fest sig í sessi hjá íslensku þjóðinni. Ljósmynd/Bakarameistarinn

Gómsætar gjafir

„Það er fátt dásamlegra en að fá nýbakaða jólavöru til að létta undir pressunni fyrir jólin. Við bjóðum upp á fallega jólapoka í tveimur stærðum sem er tilvalin gjöf til að grípa með sér fyrir sælkerana.“

Bakarameistarinn býður fyrirtækjum einnig upp á þjónustu á tilbúnum bökkum af jólavöru og heitu kakói. Þá hafa jólavörurnar frá Bakarameistaranum líka verið mjög vinsælar fyrirtækjagjafir síðustu ár.

„Vegna anna í desember er gott að hafa góðan fyrirvara á pöntunum. Það hefur færst í aukana síðustu ár að fyrirtæki gefi starfsfólki sínu bragðgóðar gjafir og við getum líka sérmerkt jólavörurnar okkar fyrir fyrirtæki svo þau geti gefið gjafir útbúnar af okkur en í sínum búningi.“

Stollen-jólabrauðið er einstaklega fallegt og jólalegt og ekki skemmir bragðið …
Stollen-jólabrauðið er einstaklega fallegt og jólalegt og ekki skemmir bragðið fyrir. Ljósmynd/Bakarameistarinn

Hámarkaðu hátíðarmatinn

Brauðið frá Bakarameistaranum hefur verið eins konar punkturinn yfir i-ið á hátíðarborðum Íslendinga síðustu ár. Sigþór segir það hafa færst í aukana að fólk næli sér í rúgbrauð fyrir skötuveisluna á Þorláksmessu, lítil súpurúnstykki til að hafa með forréttinum á aðfangadag, sérsniðið útflatt smjördeig fyrir wellington-steikina og kransaköku fyrir veisluborðið á Gamlársdag. 

„Það er mjög gott að panta þessar vörur nokkra daga fyrir jól til að tryggja sér hana. Það er ekki gaman að sitja eftir með sárt ennið á sjálfum jólunum,“ segir hann.

Þá segir Sigþór að viðskiptavinir Bakarameistarans geti ávallt gengið að því vísu að fá ferska og góða vöru, framleidda af faglærðum bökurum sem notast einungis við hágæða hráefni.

„Við erum með einvala teymi bakara sem framleiða vöruna sem við klárum svo að baka í búðunum og við bökum allan daginn. Svo það er alltaf hægt að treysta á ferskleikann hjá Bakarameistaranum.“ 

Kransakaka á áramótaborðið frá Bakarameistaranum er ljúffengt veisluprýði.
Kransakaka á áramótaborðið frá Bakarameistaranum er ljúffengt veisluprýði. Ljósmynd/Bakarameistarinn
mbl.is