Espresso Martini með jólatvisti

Drykkir | 8. desember 2023

Espresso Martini með jólatvisti

Andrea Ylfa Guðrúnardóttir, veitingastjóri á veitingastaðnum OTO, veit fátt skemmtilegra en að blanda góða drykki og bera fram á fallegan hátt.

Espresso Martini með jólatvisti

Drykkir | 8. desember 2023

Andrea Ylfa Guðrúnardóttir deilir uppskriftinni að jólakokteilnum sínum.
Andrea Ylfa Guðrúnardóttir deilir uppskriftinni að jólakokteilnum sínum. Samsett mynd/Eyþór Árnason

Andrea Ylfa Guðrúnardóttir, veitingastjóri á veitingastaðnum OTO, veit fátt skemmtilegra en að blanda góða drykki og bera fram á fallegan hátt.

Andrea Ylfa Guðrúnardóttir, veitingastjóri á veitingastaðnum OTO, veit fátt skemmtilegra en að blanda góða drykki og bera fram á fallegan hátt.

Andrea er framreiðslumeistari og hefur ástríðu fyrir starfi sínu. Hún er búin að blanda drauma jólakokteilinn og opinberar uppskriftina fyrir lesendum Morgunblaðsins sem vilja njóta í aðventunni og um jólahátíðina.

Andrea Ylfa Guðrúnardóttir er jólabarn og heldur mikið upp á …
Andrea Ylfa Guðrúnardóttir er jólabarn og heldur mikið upp á allar jólahefðirnar. Eitt af því sem henni finnst ómissandi að bjóða upp á er góðir kokteilar og drykkir í anda jólanna. mbl.is/Eyþór Árnason

„Jólin eru uppáhaldsárstíðin mín, allt sem tengist jólunum, góður matur og jólabaksturinn er auðvitað í miklu uppáhaldi. Ég er úr Mývatnssveitinni og þar er mikið af jólahefðum, til dæmis að heimsækja jólasveinana í Dimmuborgum og fara beint í Vogafjós í heitt kakó. Árlega á Þorláksmessu eru góðgerðartónleikar sem Stefán frændi heldur. Svo er jólabaðið stór partur af aðventurútínunni, þar sem við böðum okkur í Grjótagjá. Grjótagjá er hellir sem hægt er að baða sig í,“ segir Andrea.

Mamma veiðir rjúpu fyrir aðfangadag

Aðspurð segist Andrea vera mikið jólabarn. „Það er ekkert skemmtilegra en að vera með fjölskyldunni um jólin og spila saman fram eftir kvöldum. Einnig hef ég mjög gaman af því að baka og eru jólin tilvalin til þess að spreyta sig í bakstrinum. Í minni fjölskyldu er hefð að hittast nokkrum vikum fyrir jól og skera laufabrauð saman. Svo má ekki gleyma rjúpunni sem mamma veiðir fyrir aðfangadag.“

Andrea er vanur kokteilahristari og kann handbragðið vel.
Andrea er vanur kokteilahristari og kann handbragðið vel. mbl.is/Eyþór Árnason

Jólaglögg og eggjapúns

Andrea segist eiga nokkra uppáhaldsdrykki sem henni finnst viðeigandi að bjóða upp á og njóta um hátíðirnar, jól- og áramót. „Það er alltaf skemmtilegt að útbúa góða jólaglögg og prufa sig áfram í mismunandi brögðum. Einnig er eggjapúns ótrúlega skemmtileg jólahefð, rjómakenndur og sætur drykkur og gott að gæða sér á um hátíðirnar.

Andrea deilir hér með lesendum einum af sínum uppáhaldsdrykkjum með jólatvisti sem hún segir að sé ekki síður góður til að njóta á aðventunni, til að mynda eftir góðan bakstursdag eða á köldum vetrardegi eftir verslunarleiðangur. „Hérna gerði ég smá jólatvist á hinum klassíska Espresso Martini-kokteil. Í klassísku uppskriftinni er Kahlúa, en ég skipti því út fyrir kanilsíróp, einnig bætti ég við rjóma til að gera drykkinn aðeins kremaðri.“

Áferðin og bragðið minnir á jólin þegar búið er að …
Áferðin og bragðið minnir á jólin þegar búið er að raspa piparköku yfir kokteilinn. mbl.is/Eyþór Árnason

Klassískur Espresso Martini í jólabúningi

Fyrir einn

  • 60 ml vodka
  • 30 ml espresso
  • 30 ml kanilsíróp (sjá uppskrift fyrir neðan)
  • 20 ml rjómi
  • 1 stk. piparkaka

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið í kokteilhristara. Hristið síðan vel og hellið í kokteilglas, hanastélsglas, og raspið í lokin piparköku yfir til þess að fá aðeins meira jólatvist.
  2. Berið fram og njótið.

Kanilsíróp

  • 100 ml sykur
  • 100 ml vatn
  • 4-5 kanilstangir (einnig hægt að nota kanilduft)

Aðferð:

  1. Það er mjög einfalt að gera síróp, það er bara að sjóða vatnið og sykurinn saman með kanilstöngunum og smakka sírópið til þar til tilbúið.
  2. Ef notað er kanilduft þá mæli ég með að blanda duftinu og sykrinum saman áður en vatninu er bætt við.
mbl.is