Skólar fá aðgang að finnsku lestrarvopni

Íslenska | 8. desember 2023

Skólar fá aðgang að finnsku lestrarvopni

Íslenskir skólar fá brátt aðgang að svokölluðu lestrarvopni Finna, tölvuleik sem hefur skilað miklum árangri við lestrarkennslu í finnska menntakerfinu. Finnskir skólar skoruðu hæst meðal Norðurlanda á PISA-könnuninni 2022.

Skólar fá aðgang að finnsku lestrarvopni

Íslenska | 8. desember 2023

GraphoGame, eða Ekapeli á upprunamálinu, er tölvuleikur sem kennir börnum …
GraphoGame, eða Ekapeli á upprunamálinu, er tölvuleikur sem kennir börnum að lesa. mbl.is/Ernir

Íslenskir skólar fá brátt aðgang að svokölluðu lestrarvopni Finna, tölvuleik sem hefur skilað miklum árangri við lestrarkennslu í finnska menntakerfinu. Finnskir skólar skoruðu hæst meðal Norðurlanda á PISA-könnuninni 2022.

Íslenskir skólar fá brátt aðgang að svokölluðu lestrarvopni Finna, tölvuleik sem hefur skilað miklum árangri við lestrarkennslu í finnska menntakerfinu. Finnskir skólar skoruðu hæst meðal Norðurlanda á PISA-könnuninni 2022.

„Þetta er líklega mest rannsakaða menntatæknilausn veraldarsögunnar,“ segir Tryggvi Hjaltason, sem hefur á umliðnu ári unnið að því að koma tölvuleiknum GraphoGame yfir á íslenskt mál, en leikurinn kennir börnum að lesa. Á finnsku heitir tölvuleikurinn Ekapeli.

„Það er búið að gera hátt í 100 rannsóknir á virkni leiksins og hún er alveg afgerandi, og er mest fyrir þá sem gengur illa að ná grunnundirstöðum í lestri.“

Tryggvi Hjaltason, er formaður Hugverkaráðs og faðir. Hann átti frumkvæðið …
Tryggvi Hjaltason, er formaður Hugverkaráðs og faðir. Hann átti frumkvæðið að því að koma GraphoGame yfir á íslenskt mál og vinnur að verkefninu með fjölda fólks. Ljósmyndir/Óskar Pétur Friðriksson

Finnsk börn skara fram úr á Norðurlöndunum

Niður­stöðurn­ar PISA 2022 sýna að 40% fimmtán ára nem­enda á Íslandi búa ekki yfir grunn­hæfni í lesskiln­ingi. Ann­ar hver dreng­ur á þeim aldri get­ur ekki lesið sér til gagns, þó að ára­löng skóla­ganga sé þá þegar að baki.

Finn­sk börn hafa í gegn um tíðina staðið sig best meðal Norðurlandaþjóða í könnununum en Ísland er þeirra neðst og raun­ar ná­lægt botni alls list­ans. Könn­un­in er lögð fyr­ir 15 ára börn og reyn­ir á lesskiln­ing, stærðfræðilæsi og læsi á nátt­úru­vís­indi.

Tryggvi segir að finnskur fræðimaður sem flutti fyrirlestur í Vestmannaeyjum, í umboði verkefnisins Kveikjum neistann, í fyrra hafi einmitt bent á að ein ástæða fyrir velgengni finnskra barna í leskilningi væri einmitt þessi tækni.

Jafngildir einkakennslu

Tryggvi útskýrir að Finnar hafi fyrir um 25 árum farið í átak um að skapa stafrænan vettvang þar sem börn geta lært að lesa. Var verkefnið sérstaklega miðað að börnum með lesblindu.

Tryggvi bendir á að sérfræðingar á Cambridge-háskólanum í Englandi telji spilun leiksins jafngilda einkakennslu hjá kennaranema.

„Þar af leiðandi getur þetta verið mjög henntugt verkfæri fyrir kennara til þess að hjálpa börnum að lesa á sínum eigin hraða,“ segir hann.

Við græðum enga peninga af þessu“

Tryggvi og kollegar hans réðust í verkefnið fyrir rúmu ári. Verkefnið er fjármagnað af Billboard ehf. sem hefur greitt fyrir staðfæringu á leiknum ásamt afnotaleyfi til 5 ára, svo að leikurinn geti verið aðgengilegur öllum gjaldfrjálst.

„Hann [Birgir Örn Birgisson, stjórnarformaður Billboard ehf,] gerir það svo sem sem góðgerðarverkefni. Það er ekkert viðskiptamódel hjá okkur í kringum þetta. Við græðum enga peninga af þessu,“ segir Tryggvi.

Prufukeyrsla í Kópavogi eftir áramót

Tryggvi segir einnig að læsisfræðingurinn Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir sjái um að staðfæra leikinn yfir á íslensku.

Þá hafa Samtök atvinnulífsins einnig lagt hönd á plóg og menntamálastofnun vinnur nú að kennsluleiðbeiningum um notkun leiksins í skólastarfi. Menntamálaráðuneytið hefur veitt verkefninu blessun sína.

Kópavogsbær er einn af samstarfsaðilum verkefnisins og mun leiða fyrstu skrefin í prófun á íslensku staðfærslunni eftir áramót með notkun leiksins í fyrsta bekk grunnskóla og rannsókn á árangri.

Leikararnir Ilmur Kristjánsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson eru raddir leiksins og Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur brýtur nú heilann um íslenskt nafn á Graphogame.

Kópavogsbær er einn af samstarfsaðilum verkefnis. Mynd þessi er frá …
Kópavogsbær er einn af samstarfsaðilum verkefnis. Mynd þessi er frá kynningu verkefnisins í Kópavogi. Ljósmynd/Kópavogsbær

Kynjamunur sést snemma

Undanfarið ár hefur Tryggvi leitt stafshóp menntamálaráðuneytisins sem rannsakar einmitt árangur barna í menntakerfinu. Hann segir að niðurstöður PISA 2022 hafi ekki komið sér á óvart: „Lægstu mælingar sem við höfum séð voru síðustu mælingar. Lægstu á undan því voru mælingar árið áður. Það var allt sem benti til þess að botninum væri ekki náð.“

Eins og fyrr segir getur annar hver 15 ára drengur á Íslandi ekki lesið sér til gagns (47%), saman borið við 32% stúlkna. Tryggvi bendir á að kynjamunur í tengslum lestrarhæfni sjáist afar snemma hjá börnum.

„Þeir [drengirnir] eru ekki að fá nógu sterkar grunnundirstöður oft í sínu tungumálanámi,“ segir Tryggvi, og bendir á að þegar börn eru komin í 4. bekk megi strax finna áberandi mun á milli kynja hvað varðar tungumálagetu, leshraða og lesskilning. Þá séu einnig sem benda til þess að sú skekkja mælist enn fyrr – jafnvel á leikskólaaldri.

„Þess vegna eru þessi fyrstu skref, sem GraphoGame hjálpar til með, svo mikilvæg,“ segir hann. „Þá eru drengirnir sérstaklega að njóta góðs af þessu því þeir eru sá hópur sem er oftast eftir á í þessum fyrstu skrefum í lestri.“

mbl.is