Opinber stuðningur við kaup á virkum samgöngutækjum, líkt og reiðhjólum, rafmagnshjólum, rafmagnshlaupahjólum og öðrum slíkum vistvænum tækjum fellur alveg niður með breytingu á stuðningskerfi hins opinber sem tekur gildi um áramótin. Búast má við að þetta geti hækkað verð á slíkum tækjum um fjórðung.
Opinber stuðningur við kaup á virkum samgöngutækjum, líkt og reiðhjólum, rafmagnshjólum, rafmagnshlaupahjólum og öðrum slíkum vistvænum tækjum fellur alveg niður með breytingu á stuðningskerfi hins opinber sem tekur gildi um áramótin. Búast má við að þetta geti hækkað verð á slíkum tækjum um fjórðung.
Opinber stuðningur við kaup á virkum samgöngutækjum, líkt og reiðhjólum, rafmagnshjólum, rafmagnshlaupahjólum og öðrum slíkum vistvænum tækjum fellur alveg niður með breytingu á stuðningskerfi hins opinber sem tekur gildi um áramótin. Búast má við að þetta geti hækkað verð á slíkum tækjum um fjórðung.
Aðeins á að styrkja kaup á rafmagnsbílum og öðrum hreinorkubílum, en alveg verður fallið frá stuðningi sem hefur verið síðustu ár vegna kaupa á virkum samgöngutækjum, eða öðrum farartækjum sem flokkast sem vistvæn.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, segir að með þessu fyrirkomulagi sé ætlunin að stuðla að sem mestum samdrætti í losun þannig að markmiðum Íslands verði náð í loftlagsmálum.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins við fyrirspurnum mbl.is um þessi mál frá því í lok september, sem var svarað í dag.
Um er að ræða breytingar sem miða að því að fara úr skattaívilnunum vegna orkuskipta yfir í beina styrki í gegnum Orkusjóð.
Hingað til hafa skattaívilnanir verið notaðar sem hvatar til orkuskipta í landsamgöngum en með breytingunni verða það beinir styrkir í gegnum Orkusjóð upp á 7,5 milljarða fyrstu tvö árin, en svo 5 milljarðar næstu fjögur ár þar á eftir.
Á þessu ári er áætlað að stuðningur við hreinorkubíla verði um 11,6 milljarðar, en til viðbótar bætist t.d. endurgreiðsla á virðisaukaskatti vegna kaupa og uppsetningar á heimahleðslustöðvum og kaupa á hjólum, rafmagnshjólum, rafmagnshlaupahjólum og öðrum vistvænum samgöngutækjum.
Er heildarupphæð vegna endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna hjóla, rafmagnshjóla og annarra slíkra farartækja áætlaður um 520 milljónir á þessu ári.
Samtals er áætlað að skattaívilnanir vegna alls þessa nemi 13,78 milljörðum á þessu ári, en verði sem fyrr segir 7,5 milljarðar á næsta ári og fer sú upphæð öll til rafmagnsbíla og annarra hreinorkubíla.
Morgunblaðið upplýsti um fyriráætlanir varðandi styrkina til rafmagnsbíla í október, en lítil svör hafa fengist hingað til um hvaða fyrirætlanir voru varðandi aðra vistvæna fararskjóta.
Í svari ráðuneytisins segir nú: „Í ljósi þess að styrkjum til orkuskipta er ætlað að stuðla að sem mestum samdrætti í losun, verður þeim varið til að stuðla að orkuskiptum í bílaflotanum með styrkjum til kaupa á hreinorkubílum. Ekki er gert ráð fyrir styrkjum til kaupa á öðrum vistvænum farartækjum.“
Þá er einnig haft eftir Guðlaugi Þór í svarinu: „Fyrirkomulaginu er ætlað að stuðla að sem mestum samdrætti í losun svo grænum orkuskiptum verði náð og Ísland geti náð markmiðum sínum í loftslagsmálum. Þess vegna leggjum við áherslu á orkuskipti bílaflotans.“
Forsvarsmenn reiðhjólaverslana sem mbl.is ræddi við í ágúst kölluðu eftir því að ríkið myndi framlengja gildistíma ívilnana og að fyrirvari ákvarðana sem varði stuðningskerfið þyrfti að vera nægjanlegur fyrir verslanir til að bregðast við. Nú er einn mánuður í að nýtt kerfi taki gildi.
Þá sagði Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, í ágúst að hann hallaðist að því að framlengja ætti ívilnanir vegna virkra samgöngumáta og að upphæðirnar sem tengdust virkum farartækjum skiptu ríkissjóð ekki neinu máli í stóra samhenginu. Þá sagði hann við það tækifæri: „Hlaupahjólin þekkja allir og rafhjólin eru bara hluti af þessari flóru sem hægt er að nota. Ég hefði talið að það myndi senda jákvæð og rétt skilaboð að halda aftur af opinberum álögum á slík farartæki.“
Þær skattaívilnanir sem voru í boði vegna virkra fararskjóta námu allt að 48 þúsund krónur fyrir hvert nýtt reiðhjól og allt að 96 þúsund krónur fyrir hvert nýtt rafmagnsreiðhjól. Fullnýttist endurgreiðslan fyrir hefðbundin hjól sem kosta um 200 þúsund krónur, en fyrir rafmagnshjól sem kosta um 400 þúsund krónur. Er því um allt að fjórðungsverðhækkun að ræða fyrir hjól sem eru undir því verði.