Marentza Poulsen smurbrauðsdrottning okkar Íslendinga töfrar fram ljúffenga appelsínuönd og með því. Hún er jólabarn fram í fingurgóma og nýtur þess. Marentza er höfðingi heim að sækja og elskar allt sem tengist mat.
Marentza Poulsen smurbrauðsdrottning okkar Íslendinga töfrar fram ljúffenga appelsínuönd og með því. Hún er jólabarn fram í fingurgóma og nýtur þess. Marentza er höfðingi heim að sækja og elskar allt sem tengist mat.
Marentza Poulsen smurbrauðsdrottning okkar Íslendinga töfrar fram ljúffenga appelsínuönd og með því. Hún er jólabarn fram í fingurgóma og nýtur þess. Marentza er höfðingi heim að sækja og elskar allt sem tengist mat.
„Ég hef endalausan áhuga á mat og bestu stundirnar með fólkinu mínu eru við matarborðið. Ég hef líka verið svo heppin að vinna við áhugamál mitt, að taka á móti gestum, færa þeim mat og gleðja matarhjartað þeirra. Ef ég elskaði ekki starfið mitt þá hefði ég ekki enst svona lengi en þarna liggur ástríða mín,“ segir Marentza sem á og rekur meðal annar Klambra Bistró á Kjarvalsstöðum.
Jólahátíðin hjá Marentzu snýst um mat og hún segist ávallt vera sama jólabarnið. „Ég held í ýmsar matarhefðir en sumt hefur breyst eftir að börnin urðu fullorðin og fóru að halda sín eigin jól. Þá geng ég inn í þeirra hefðir þar sem ég nýt aðfangadags oftast með þeim á þeirra heimili. Þegar ég held aðfangadagskvöld heima hjá mér býð ég upp á purusteik, brúnaðar kartöflur, heimagert rauðkál og waldorfsalat en ég leik mér meira með forréttina, þeir eru oftar en ekki fleiri en einn og sjaldan þeir sömu. Fyrir utan það hér um árið þegar ég sveikst um að gera purusteikina og bauð upp á appelsínuönd, en á sjöunda áratugnum elduðu margir þessa frábæru önd, sem mér finnst algjör nostalgía,“ segir Marentza og hlær. Til að mynda fékk Marentza uppskrift að drottningarísnum, sem hún gerir ávallt á jólum, frá vinkonu sinni og samstarfskonu til margra ára, Björgu Hafsteins, en þær unnu saman í Oddfellowhúsinu fyrir nokkrum áratugum.
Marenzta segist fastheldin á ákveðna siði um jólin og það eigi sérstaklega við um aðfangadag. „Það er ómissandi að eiga stund í kirkjugarðinum þar sem foreldrar mínir hvíla en þangað förum við fjölskyldan ávallt saman á aðfangadag og hlustum jafnframt á útvarpsmessuna sem er ávallt jafn hátíðleg. Við opnum jólakortin á jóladagsmorgun uppi í rúmi auk þess sem við kíkjum í skóinn úti í glugga, en færeyski jólasveinninn kemur alltaf með eitthvað fallegt í skóinn á jólanótt enda eiga Færeyingar bara einn jólasveinn og vitjar hann fólksins síns á jólanótt.“ Marentza segist alla tíð hafa skipt um skraut á gamlársdag; þá undirbýr hún sig fyrir nýja árið með því að setja hvítt og silfrað jólaskraut á jólatréð, hvítar liljur í vasa, dekkar fallegt borð með hvítum dúk, fallegum tauservíettum og hvítu og silfruðu skrauti og fullt af kertum en þá er borðaður humar og dreypt á kampavíni.
„Þarna er verið að taka á móti nýju ári, hreinu og tæru,“ segir Marentza og finnst gott að skipta út því sem var með því að eiga stund með sjálfri sér, gera upp liðna árið og fagna því nýja.
Marentza deilir hér með lesendum nostalgíuuppskrift að appelsínuönd, hvítvínssoðnum perum og drottningarísnum fræga, sem borinn er fram með gráfíkjum í appelsínulegi. Mér finnst meira um að fólk vilji halda í gamlar hefðir í dag og velja einfaldleikann, það finnst mér skemmtilegt og þess vegna langar mig að deila þessum uppskriftum með lesendum,“ segir Marentza að með bros á vör.
Appelsínuönd
Fyrir 4
Aðferð:
Hvítvínssoðnar perur með rifsberjahlaupi
Aðferð:
Drottningaís
Fyrir 6
Aðferð:
Gráfíkjur í appelsínlegi
Aðferð:
Setjið appelsínusafann og púðursykurinn saman í pott og sjóði aðeins niður.
Setjið gráfíkjurnar út í vökvann og látið malla við vægan hita í 10 til 15 mínútur.
Látið kólna.
Það má hella smá koníaki saman við gráfíkjurnar áður en þær eru bornar fram með ísnum.