Guðdómlega góð sjávarréttasúpa

Uppskriftir | 10. desember 2023

Guðdómlega góð sjávarréttasúpa

Þessi sjávarréttasúpa er guðdómlega góð og er alls ekki flókið að gera hana. Uppskriftina er að finna á uppskriftasíðunni hennar Ingunnar Mjalla og ber heitið Íslandsmjöll. Uppskriftin er frá Helgu Sigurðar sem gaf út fyrstu matreiðslubókina hér á landi. Þið getið valið meðlætið sem ykkur finnst passa best saman, til að mynda verið með salatblöð rifin, fetaost í kryddolíu, tómata, rauðlauk og ólífur svo fátt sé nefnt. Gott er að bera súpuna fram með söxuðu fersku kóríander. 

Guðdómlega góð sjávarréttasúpa

Uppskriftir | 10. desember 2023

Sjávarréttasúpa sem passar vel á þessum árstíma, yljar og gefur …
Sjávarréttasúpa sem passar vel á þessum árstíma, yljar og gefur orku. Ljósmynd/Ingunn Mjöll

Þessi sjávarréttasúpa er guðdómlega góð og er alls ekki flókið að gera hana. Uppskriftina er að finna á uppskriftasíðunni hennar Ingunnar Mjalla og ber heitið Íslandsmjöll. Uppskriftin er frá Helgu Sigurðar sem gaf út fyrstu matreiðslubókina hér á landi. Þið getið valið meðlætið sem ykkur finnst passa best saman, til að mynda verið með salatblöð rifin, fetaost í kryddolíu, tómata, rauðlauk og ólífur svo fátt sé nefnt. Gott er að bera súpuna fram með söxuðu fersku kóríander. 

Þessi sjávarréttasúpa er guðdómlega góð og er alls ekki flókið að gera hana. Uppskriftina er að finna á uppskriftasíðunni hennar Ingunnar Mjalla og ber heitið Íslandsmjöll. Uppskriftin er frá Helgu Sigurðar sem gaf út fyrstu matreiðslubókina hér á landi. Þið getið valið meðlætið sem ykkur finnst passa best saman, til að mynda verið með salatblöð rifin, fetaost í kryddolíu, tómata, rauðlauk og ólífur svo fátt sé nefnt. Gott er að bera súpuna fram með söxuðu fersku kóríander. 

Sjávarréttasúpa

  • 2 dósir Hunt‘s Orginal Carlic eða öðru sambærilegu
  • 3 bollar vatn
  • ½ bolli laukur, smátt saxaður
  • ½ bolli gulrætur saxaðar, þunnar sneiðar
  • ½ bolli paprika, smátt söxuð
  • 1 peli rjómi
  • ½ kjúklingatengur (Knorr 1/1)
  • 1 msk. púðursykur
  • Cayenne pipar eftir smekk
  • 250 g rækja eða annar fiskur, hörpuskel, krabbakjöt, lúða
  • Má vera bland af öllu.
  • Ferskt kóríander eftir smekk.

Aðferð:

  1. Steikið grænmetið í potti og setjið tómatkryddsósuna út í.
  2. Bætið hinu út í nema rækjunum og hrærið vel saman.
  3. Látið sjóða við vægan hita í 20-30 mínútur.
  4. Setjið rækjurnar út í þegar súpan er fullsoðin, en ef notaður er fiskur þá má setja hann út í, í bitum fimm mínútum áður en súpan er tekin af hellunni.
  5. Berið fram með því meðlæti sem bragðlaukarnir girnast og njótið.
mbl.is