Leikskólabörn á faraldsfæti sökum myglu

Mygla í húsnæði | 10. desember 2023

Leikskólabörn á faraldsfæti sökum myglu

Fjórir leikskólar Reykjavíkurborgar fengu í vikunni heimild á fundi borgarráðs til þess að flytja starfsemi sína í annað húsnæði. Myglu- og rakaskemmdir fundust við ástandsskoðun í leikskólunum fjórum; Grandaborg, Árborg, Garðaborg og Hálsaskógi. Starfsemi skólanna hefur verið í óvissu eftir að skemmdirnar fundust í lok árs 2022 og í sumum tilfellum hafa skólarnir þurft að flytja sig um set oftar en einu sinni.

Leikskólabörn á faraldsfæti sökum myglu

Mygla í húsnæði | 10. desember 2023

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjórir leikskólar Reykjavíkurborgar fengu í vikunni heimild á fundi borgarráðs til þess að flytja starfsemi sína í annað húsnæði. Myglu- og rakaskemmdir fundust við ástandsskoðun í leikskólunum fjórum; Grandaborg, Árborg, Garðaborg og Hálsaskógi. Starfsemi skólanna hefur verið í óvissu eftir að skemmdirnar fundust í lok árs 2022 og í sumum tilfellum hafa skólarnir þurft að flytja sig um set oftar en einu sinni.

Fjórir leikskólar Reykjavíkurborgar fengu í vikunni heimild á fundi borgarráðs til þess að flytja starfsemi sína í annað húsnæði. Myglu- og rakaskemmdir fundust við ástandsskoðun í leikskólunum fjórum; Grandaborg, Árborg, Garðaborg og Hálsaskógi. Starfsemi skólanna hefur verið í óvissu eftir að skemmdirnar fundust í lok árs 2022 og í sumum tilfellum hafa skólarnir þurft að flytja sig um set oftar en einu sinni.

Leikskólinn Grandaborg hefur verið á töluverðu flakki frá því að myglu- og rakaskemmdir fundust í húsnæðinu. Í kjölfarið flutti skólinn úr þáverandi húsnæði á Boðagranda 9 og hefur frá lokum árs 2022 til dagsins í dag haldið úti starfsemi í leikskólanum við Eggertsgötu, við Nauthólsveg og í Kringlunni. Hann mun nú flytja starfsemi sína í færanlegt hús við leikskólann Hagaborg og er það í fjórða sinn sem flytja þarf starfsemi skólans. Gert er ráð fyrir því að starfseminni verði haldið úti við Hagaborg til 1. mars 2025, eða þar til húsnæðið við Boðagranda 9 er gert upp. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu sérstaklega þær tafir sem orðið hafa á framkvæmdum við leikskólana Garðaborg, Grandaborg og Árborg. Þá benda þau á að liðlega 360 leikskólapláss eru ónýtanleg vegna ástandsins og ámælisvert er að fyrst núna sé verið að undirbúa útboðsgögn vegna framkvæmda og endurbóta, þannig að framkvæmdum lýkur ekki fyrr en árið 2025.

Leikskólinn Árborg, sem áður var til húsa í Hlaðbæ 17, mun flytja starfsemi sína í Selásskóla til ársins 2025. Leikskólinn Garðaborg við Bústaðaveg 81 mun flytja í Brákarsund 1 til ársins 2025. Leikskólinn Hálsaskógar við Hálsasel 27-29 mun flytja í Ævintýraborg í Vogabyggð, en myglu- og rakaskemmdir fundust þar í byrjun árs 2023.

mbl.is