Réttarhöld hafin yfir Svíanum í Íran

Íran | 10. desember 2023

Réttarhöld hafin yfir Svíanum í Íran

Réttarhöld í máli Svíans Johan Floderus eru hafin en hann hefur setið í fangelsi í Íran síðan í apríl í fyrra. 

Réttarhöld hafin yfir Svíanum í Íran

Íran | 10. desember 2023

Tobias Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar.
Tobias Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar. AFP/Emmi Korhonen/Lehtikuva

Réttarhöld í máli Svíans Johan Floderus eru hafin en hann hefur setið í fangelsi í Íran síðan í apríl í fyrra. 

Réttarhöld í máli Svíans Johan Floderus eru hafin en hann hefur setið í fangelsi í Íran síðan í apríl í fyrra. 

Tobias Billström, utanríkisráðherra Svíþjóðar, staðfestir þetta við SVT

Sænskur saksóknari er viðstaddur réttarhöldin en honum er meinað að taka þátt í þeim. 

„Það er enginn grundvöllur fyrir því að Johan Floderus sé í haldi, hvað þá að draga hann fram fyrir dómstóla. Bæði sænsk stjórnvöld og stjórn ESB hafa upplýst írönsk stjórnvöld um þetta,“ sagði Billström en í september greindi Josep Bor­rell, ut­an­rík­is­mála­stjóri ESB, frá því að unnið væri hörðum höndum að lausn Floderus.

Floderus er 33 ára gamall sænskur embættismaður. Hann vann áður hjá ESB og saka Íranar hann um njósnir. 

mbl.is