Fara í vettvangsferð á Ólafsfjörð

Manndráp á Ólafsfirði | 11. desember 2023

Fara í vettvangsferð á Ólafsfjörð

Dómari, sækjandi og verjandi í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða halda nú í hádeginu til Ólafsfjarðar til að skoða vettvanginn, þar sem Steinþór Einarsson er sakaður um að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana 3. október á síðasta ári. 

Fara í vettvangsferð á Ólafsfjörð

Manndráp á Ólafsfirði | 11. desember 2023

Andlátið bar að á Ólafsfirði 3. október á síðasta ári.
Andlátið bar að á Ólafsfirði 3. október á síðasta ári. mbl.is/Sigurður Bogi

Dómari, sækjandi og verjandi í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða halda nú í hádeginu til Ólafsfjarðar til að skoða vettvanginn, þar sem Steinþór Einarsson er sakaður um að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana 3. október á síðasta ári. 

Dómari, sækjandi og verjandi í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða halda nú í hádeginu til Ólafsfjarðar til að skoða vettvanginn, þar sem Steinþór Einarsson er sakaður um að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana 3. október á síðasta ári. 

Aðalmeðferð málsins hófst fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun og gaf Steinþór skýrslu. Neitar hann sök og ber fyrir sig neyðarvörn í málinu. 

Fyrir dómi nú í morgun var sýnd upptaka af því þegar atvikið var sviðsett í íbúðinni og nú munu sem fyrr segir, sækjandi, verjandi og dómari fara á staðinn. 

mbl.is