Sprunginn jógabolti, útataður í blóði, fannst á vettvangi í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða. Sérfræðingur hjá lögreglunni segir að merki væru um að boltinn hefði verið stunginn fimm sinnum.
Sprunginn jógabolti, útataður í blóði, fannst á vettvangi í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða. Sérfræðingur hjá lögreglunni segir að merki væru um að boltinn hefði verið stunginn fimm sinnum.
Sprunginn jógabolti, útataður í blóði, fannst á vettvangi í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða. Sérfræðingur hjá lögreglunni segir að merki væru um að boltinn hefði verið stunginn fimm sinnum.
Innan á efni boltans fannst blóð og sýndi greining að blóð úr bæði ákærða og hinum látna væri að ræða. Mat sérfræðingurinn það svo að blóðugum hníf hefði verið stungið í boltann.
Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri í dag.
Steinþór Einarsson er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana 3. október á síðasta ári. Er hann sakaður um að hafa stungið Tómas tvisvar sinnum með hníf. Neitar hann sök og ber fyrir sig neyðarvörn.
Jógaboltinn bar á góma við upphaf aðalmeðferðar í dag þegar Steinþór gaf skýrslu um atvik málsins. Sagðist hann ekki kannast við að hafa stungið boltann og ekki heldur að látni, Tómas, hefði stungið boltann.
Eina vitnið að beinum átökum Tómasar og Steinþórs þetta kvöld, eiginkona Tómasar, er látin. Upptökur af tveimur yfirheyrslum yfir henni, er hún sætti gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði, voru spilaðar í dómssal í dag.
Vinkona eiginkonu Tómasar bar einnig vitni, en andlátið bar að á heimili hennar. Hún sagðist ekki hafa stungið boltann og sagðist ekki vita hver hefði stungið í boltann. Hún kvaðst þó sakna hans mikið.
Sérfræðingur lögreglunnar í greiningu á DNA sagði greinileg merki um að boltinn hefði verið stunginn þrisvar sinnum beint og tvisvar sinnum hefði hann verið skorinn með eggvopni. Mikið blóð var á boltanum og leiðir hann líkum að því að boltinn hafi á einhverjum tímapunkti rúllað á gólfinu þar sem mikið blóð var.
Átakastaðurinn var óumdeilanlega eldhúsið, en Steinþór sagði í morgun að boltinn hefði verið í stofunni síðast þegar hann vissi.
Lögreglumenn sem sinntu útkalli þessa nótt bar saman um að boltinn hefði verið í stofunni, milli hins látna og sófans, þegar þeir komu á vettvang.
Boltinn fannst hins vegar sprunginn undir sófanum.
Ungur maður og stúlka sem komu á vettvang áður en viðbragðsaðilar komu á staðinn sögðust ekki hafa veitt því athygli hvort jógabolti væri á vettvangi eða ekki.
Spurningunni um hver stakk þá boltann var því ósvarað á fyrsta degi.
Upp kom sú vangavelta fyrir dómi að sjúkraflutningamenn sem komu á staðinn gætu sagt frá meiru um boltann þegar aðalmeðferð verður framhaldið í héraðsdómi á morgun.