Lögreglumaður sem gerði leit á heimili Tómasar Waagfjörð, sem lést af tveimur stungusárum á Ólafsfirði í október á síðasta ári, bar vitni um það að hamar og vasahnífur hefðu fundist undir kodda í hjónarúmi Tómasar og eiginkonu hans.
Lögreglumaður sem gerði leit á heimili Tómasar Waagfjörð, sem lést af tveimur stungusárum á Ólafsfirði í október á síðasta ári, bar vitni um það að hamar og vasahnífur hefðu fundist undir kodda í hjónarúmi Tómasar og eiginkonu hans.
Lögreglumaður sem gerði leit á heimili Tómasar Waagfjörð, sem lést af tveimur stungusárum á Ólafsfirði í október á síðasta ári, bar vitni um það að hamar og vasahnífur hefðu fundist undir kodda í hjónarúmi Tómasar og eiginkonu hans.
Þetta kom fram í aðalmeðferð Ólafsfjarðarmálsins svokallaða sem hófst fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag.
Steinþóri Einarssyni, vini eiginkonu Tómasar, er gert að sök að hafa orðið valdur að bana Tómasar í átökum á heimili vinkonu eiginkonu Tómasar. Hann neitar sök og ber fyrir sig neyðarvörn. Eiginkona Tómasar lést í október á þessu ári.
Fyrir dómi í dag sagði vinkona eiginkonunnar að heimili Tómasar hefði alltaf verið fullt af vopnum. Steinþór sagði Tómas hafa komið yfir til vinkonu eiginkonunnar með hníf og ráðist að sér.
Fór hún þó ekki nánar út í hvers konar vopn og hvar, en hún kom inn á heimili Tómasar og eiginkonu hans sunnudaginn 2. október, um hálfum sólarhring áður en Tómas lést.
Var hún á heimilinu til að sækja föt og eigur vinkonu sinnar, og til þess að tjá Tómasi að eiginkona hans ætlaði að fara frá honum. Snorri Sturluson, verjandi Steinþórs, spurði þá hvort hún hefði séð vopn. Svaraði hún því til að í því húsi væru alltaf vopn um allt.
Spurður út í vopnin sagði lögreglumaðurinn að það hefðu ekki verið mörg vopn á heimilinu, en vitnaði sem fyrr segir til um það að undir kodda í hjónarúminu hafi verið hamar og vasahnífur.
Þá voru einnig hnífar í bílskúrnum en Steinþór hafði áður sagt í skýrslu sinni að Tómas hefði verið að brýna hnífa og verið í „algjörum ham“ áður en hann fór yfir að heimili vinkonu eiginkonu sinnar.
Sérfræðingar lögreglu gátu ekki sagt til um hvort hnífurinn, sem notaður var á vettvangi hins meinta manndráps, hafi verið nýlega brýndur, né aðrir hnífar sem fundust á heimilinu.
Sagði Steinþór að frændi Tómasar hefði orðið vitni að því, en umræddur frændi hefur ekki enn gefið skýrslu fyrir dómi.
Ráðgert er að hann gefi skýrslu í gegnum fjarfundabúnað á morgun þegar aðalmeðferð verður fram haldið.