„Þér yrði aldrei refsað fyrir að krabbameinið myndi taka sig upp aftur“

Sterk saman | 11. desember 2023

„Þér yrði aldrei refsað fyrir að krabbameinið myndi taka sig upp aftur“

Dagbjört Ósk Steindórsdóttir er fjögurra barna móðir sem býr í Reykjavík. Hún fæddist inn í alkahólískt umhverfi og hefur frá barnsaldri verið svolítið meðvirk. Hún er gestur Tinnu Barkardóttur í hlaðvarpsþættinum, Sterk saman. Hún er ein af þeim sem stóð fyrir mótmælum fyrir framan Alþingishúsið um helgina þar sem aðgerðarleysi stjórnvalda í garð fólks með fíknisjúkdóma var mótmælt. 

„Þér yrði aldrei refsað fyrir að krabbameinið myndi taka sig upp aftur“

Sterk saman | 11. desember 2023

Dagbjört Ósk Steindórsdóttir er gestur í hlaðvarpinu Sterk saman.
Dagbjört Ósk Steindórsdóttir er gestur í hlaðvarpinu Sterk saman.

Dagbjört Ósk Steindórsdóttir er fjögurra barna móðir sem býr í Reykjavík. Hún fæddist inn í alkahólískt umhverfi og hefur frá barnsaldri verið svolítið meðvirk. Hún er gestur Tinnu Barkardóttur í hlaðvarpsþættinum, Sterk saman. Hún er ein af þeim sem stóð fyrir mótmælum fyrir framan Alþingishúsið um helgina þar sem aðgerðarleysi stjórnvalda í garð fólks með fíknisjúkdóma var mótmælt. 

Dagbjört Ósk Steindórsdóttir er fjögurra barna móðir sem býr í Reykjavík. Hún fæddist inn í alkahólískt umhverfi og hefur frá barnsaldri verið svolítið meðvirk. Hún er gestur Tinnu Barkardóttur í hlaðvarpsþættinum, Sterk saman. Hún er ein af þeim sem stóð fyrir mótmælum fyrir framan Alþingishúsið um helgina þar sem aðgerðarleysi stjórnvalda í garð fólks með fíknisjúkdóma var mótmælt. 

Dagbjört eignaðist sitt fyrsta barn 18 ára gömul og fæddust næstu þrjú börn hennar á sex árum. 

„Elsti sonur minn er 37 ára, sonur minn sem fæddist annar í röðinni lést aðeins eins og hálfs árs gamall eftir að hafa fengið vírus í lungun. Það var mikið högg. Ég tel hann samt alltaf með því ég er mamma hans,“ segir Dagbjört. 

„Uppáhaldsalkahólistinn minn er 32 ára,“ segir hún hlæjandi og á þá við um son sinn sem glímir við fíknisjúkdóm. Svo á hún dóttur sem er þrítug. 

Aðspurð hvernig hún tók því þegar sonur hennar byrjaði að neyta vímuefna segist hún hafa farið í mikla afneitun í töluverðan tíma og hreinlega ekki trúað því. Í kjölfarið tók við tímabil þar sem Dagbjört grét mikið og óstjórnlega. 

„Ég og faðir hans vorum algjörlega á öndverðu meiði og mjög ósammála hvað varðar nálgun og hvernig best væri að umgangast son okkar og hans veikindi. Pabbi hans henti honum út á 18 ára afmælisdaginn hans. Ég var mjög ósammála þeirri nálgun og fór að hitta son minn á laun.“

Í framhaldinu varð sonurinn maður götunnar. Hann svaf í stigagöngum og tannburstaði sig í sundlaugum en þar fór hann líka í bað. 

„Ég og faðir hans skildum þegar hann hafði búið á götunni í þrjú ár. Hann flutti þá til mín en var þá orðinn eins og útigangsköttur, bara illa farinn eftir þetta götulíf.“

Krabbameinssjúkir fengju aldrei þessa meðferð 

Dagbjört er ósátt við hvernig fólki með fíknisjúkdóma er refsað og bendir á að krabbameinssjúkir fengju aldrei svona meðferð. 

„Ef þú veikist af fíknisjúkdóm er þér refsað fyrir að falla eða fara í fíkn og örvæntingu og rjúka út úr meðferð til dæmis, sem er einkennandi fyrir sjúkdóminn. Þér yrði aldrei refsað fyrir að krabbameinið myndi taka sig upp aftur og þér sagt að bíða í níu mánuði eftir annarri meðferð.“

Dagbjört segir að það þurfi að breyta nálgun er varðar skaðaminnkandi meðferð. 

„Læknar sem aðstoða veika einstaklinga til að eiga mannsæmandi líf eru hreinlega í gapastokknum. Ríkið notar svo jafnmikla peninga, eða meiri, í gistiskýli eins og kostar að reka Krýsuvík. Þetta er galið,“ segir hún. 

Það er erfiður tími framundan, jólin, en Dagbjört hefur alltaf verið heppin að því leyti að sonur hennar er ekki ofbeldishneigður eða ógnandi svo hún getur alltaf haft hann hjá sér. 

„Við erum mjög náin en það er ofboðslega erfitt að horfa upp á hann veslast upp og ég segi það við hann.“

Dagbjört segir að ástandið á ungum strákum í neyslu sé mjög slæmt og segir að þessi hópur verði fyrir nauðgunum og séu rændir. 

Hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is