Bankar tregir til að lána Grindvíkingum

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 14. desember 2023

Bankar tregir til að lána Grindvíkingum

Bankar hafa verið tregir til að lána Grindvíkingum fjármuni til íbúðakaupa, þrátt fyrir að fólk sé jafnvel með skuldlausa eign í bænum og greiðslumat fyrir tveimur húsnæðislánum, að sögn Vilhjálms Árnasonar alþingismanns.

Bankar tregir til að lána Grindvíkingum

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 14. desember 2023

Ýmis dæmi eru sögð um að fólk fái ekki bankafyrirgreiðslu …
Ýmis dæmi eru sögð um að fólk fái ekki bankafyrirgreiðslu og fyrirtækjum sé synjað um reikningsviðskipti. mbl.is/Eyþór

Bankar hafa verið tregir til að lána Grindvíkingum fjármuni til íbúðakaupa, þrátt fyrir að fólk sé jafnvel með skuldlausa eign í bænum og greiðslumat fyrir tveimur húsnæðislánum, að sögn Vilhjálms Árnasonar alþingismanns.

Bankar hafa verið tregir til að lána Grindvíkingum fjármuni til íbúðakaupa, þrátt fyrir að fólk sé jafnvel með skuldlausa eign í bænum og greiðslumat fyrir tveimur húsnæðislánum, að sögn Vilhjálms Árnasonar alþingismanns.

„Það kom mér á óvart hve margir þeirra sem ákváðu að reyna að kaupa sér húseign á meðan þetta ástand er og stuðla þannig að eignamyndun í stað þess að borga háar fjárhæðir í leigu, hafa orðið fyrir þessu,“ segir Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið.

Neitað um reikningsviðskipti

Þá hefur Grindavíkurbær orðið fyrir því að fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu neitaði bænum um reikningsviðskipti. „Mér finnst þetta með hreinum ólíkindum og skil þetta engan veginn. Bæjarfélagið stendur gríðarlega vel og betur en flest sveitarfélög í landinu og er ekki með neinar vaxtaberandi skuldir,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar og segir að sér finnist þetta viðhorf sorglegt.

Þá segist hann þekkja dæmi um að fyrirtækjum í bænum verið neitað um reikningsviðskipti hjá birgjum.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is