„Ég gjörsamlega rústa mér þegar ég kemst á jólahlaðborð“

Meðlæti | 14. desember 2023

„Ég gjörsamlega rústa mér þegar ég kemst á jólahlaðborð“

Axel Björn Clausen, matreiðslumeistari og eigandi Umami Sushi í Borg 29, sýnir hér hvernig hægt er að gera tvo létta meðlætisrétti um jólin. Hann segir undirbúninginn vera lykilatriði þegar kemur að því að minnka stressið í eldhúsinu um jólin.  

„Ég gjörsamlega rústa mér þegar ég kemst á jólahlaðborð“

Meðlæti | 14. desember 2023

Axel Björn Clausen, matreiðslumeistari og eigandi Umami Sushi í Borg 29, sýnir hér hvernig hægt er að gera tvo létta meðlætisrétti um jólin. Hann segir undirbúninginn vera lykilatriði þegar kemur að því að minnka stressið í eldhúsinu um jólin.  

Axel Björn Clausen, matreiðslumeistari og eigandi Umami Sushi í Borg 29, sýnir hér hvernig hægt er að gera tvo létta meðlætisrétti um jólin. Hann segir undirbúninginn vera lykilatriði þegar kemur að því að minnka stressið í eldhúsinu um jólin.  

Hvað verður þú að fá að borða yfir jólahátíðina?

„Ég elska allt þetta reykta. Það er eitthvað sem maður borðar eiginlega bara yfir hátíðarnar og ég gjörsamlega rústa mér þegar ég kemst á einhver jólahlaðborð.“

Hvað ætlarðu að borða á aðfangadagskvöld?

„Ég er alinn upp við rjúpur þannig að það er smá möst að ég fái allavega tvær til þrjár bringur. Það er hrikalega gaman á aðfangadag að verka þær niður, gera geggjaða sósu og svo léttsteikja bringurnar, sælgæti.“ 

Ert þú látinn sjá um matinn á jólunum sem kokkurinn í fjölskyldunni eða færðu frí um jólin?

„Það hefur verið mismunandi eftir árum en ég er yfirleitt alltaf beðinn að smakka til sósuna, athuga hvort kjötið þurfi meiri eldun, smá yfirumsjón. Ég passa mig nú að stíga ekki á tærnar á ömmunum og mömmunum sem eru búnar að standa jólavaktina ár eftir ár. Staðan er eðlilega allt önnur ef ég er að halda jólaboð, þá sé ég alfarið um matinn og hef gaman af því að sýna gestunum eitthvað nýtt og skemmtilegt.“ 

Ertu með leynitrix fyrir eldamennskuna um jólin?

„Undirbúningur er lykilatriðið. Þú getur verið búinn að gera sósuna daginn áður, muna að taka allt úr frysti einum til tveimur dögum fyrr og geyma í ísskáp. Gert fyllingar, skorið niður grænmeti allt sem getur minnkað stressið fyrir stóra daginn. Miklu skemmtilegra að elda heima hjá sér í rólegheitum og jafnvel með góðan drykk í hendi. Þá verður maturinn einfaldlega miklu betri.“

Bakaðar gulrætur

Axel mælir með lúxus gulrótum um jólin. „Þetta eru bakaðar gulrætur með jólakryddum, hunangi og sýrðum rauðlauk,“ segir Axel.

Bakaðar gulrætur með jólakryddum, hunangi og sýrðum rauðlauk.
Bakaðar gulrætur með jólakryddum, hunangi og sýrðum rauðlauk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Snjóbaunir

Snjóbaunir geta verið skemmtilegt meðlæti um jólin. „Þetta eru léttsoðnar snjóbaunir með laukum, chilli og steinselju,“ segir Axel um snjóbauna réttinn. 

Léttsoðnar snjóbaunir.
Léttsoðnar snjóbaunir. mbl.is/Eggert Jóhannesson



mbl.is